Staðfesta dánarorsök Liam Payne

Liam Payne lést í október á síðasta ári.
Liam Payne lést í október á síðasta ári. AFP/Angela Weiss

Búið er að staðfesta dánarorsök breska söngvarans Liam Payne, sem lést eftir að hafa fallið niður af þriðju hæð á hóteli í borginni Buenos Aires í Argentínu 16. október.

Dánarorsök hans er sögð vera vegna margs konar áverka á líkama og líffærum. 

Rannsókn stendur yfir á andláti hans en fimm manns hafa verið ákærðir í tengslum við málið. Á meðal þeirra er Gilda Martin, framkvæmdastjóri hótelsins CasaSur, Esteban Grassi, móttökustjóri þess, og Roger Nores, vinur Payne. Þau voru öll ákærð fyrir manndráp af gáleysi. 

ÞeirBraianPaiz ogEzequielPereyra, starfsmenn hótelsins, voru ákærðir fyrir að hafa útvegaðPayne fíkniefni. 

Fyrrum liðsmenn hljómsveitarinnar One Direction mættu í útförina en Payne …
Fyrrum liðsmenn hljómsveitarinnar One Direction mættu í útförina en Payne var í hljómsveitinni. AFP/Justin Tallis

Neytti fíkniefna skömmu fyrir andlátið

Við krufningu á Payne kom í ljós að hann hafði neytt áfengis, kókaíns og lyfseðilsskyldra þunglyndislyfja innan við þremur sólarhringum fyrir andlátið.

Tveir ákærðu voru sakaðir um að hafa útvegað söngvaranum fíkniefni og einn fyrir að hafa yfirgefið hann í annarlegu ástandi. 

Áður hefur verið greint frá því að myndefni úr öryggismyndavélum hótelsins sýna þrjá menn bera söngvarann í gegnum anddyri hótelsins og í átt að herbergi hans.

Talið er að Payne hafi reynt að koma sér út úr hótelbyggingunni á einn eða annan hátt. 

Útför Paynes var gerð frá St. Marys-kirkju í Amesham í Buckingshamskíri á Englandi í lok nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney