Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu

Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar.
Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar. Samsett mynd

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jamie Lee Curt­is end­ur­gerði frægt dans­atriði úr kvik­mynd­inni Per­fect frá ár­inu 1985 ásamt spjallþátta­stjórn­and­an­um Jimmy Fallon nú á dög­un­um.

Curt­is, sem fór með annað aðal­hlut­verk­anna í kvik­mynd­inni, skellti sér í spand­exgall­ann og rifjaði upp eróbik-takt­ana fyr­ir gríninnslag sem sýnt var í spjallþætti Fallon, sem sjálf­ur hermdi eft­ir tökt­um stór­leik­ar­ans John Tra­volta, en sá lék á móti Curt­is í Per­fect.

Leik­kon­an, sem er 66 ára og í þrusu­formi, var gest­ur í þætti Fallon í gær­kvöldi og ræddi meðal ann­ars um nýj­ustu kvik­mynd sína, The Last Showg­irl.

Fallon, þekkt­ur fyr­ir eft­ir­herm­ur sín­ar af ýms­um þekkt­um mönn­um, deildi mynd­skeiðinu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag og vakti það mikla lukku hjá net­verj­um. Þegar þetta er skrifað hafa tæp­lega 700 þúsund manns líkað við færsl­una og fjöldi fólks, þar á meðal leik­kon­an Lindsay Loh­an, hef­ur ritað at­huga­semd­ir við færsl­una. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell