Sökuð um lygar af fjölskyldu og vinum

Allison Holker og Stephen Boss voru gift í níu ár.
Allison Holker og Stephen Boss voru gift í níu ár. Skjáskot/Instagram

Fjöl­skyldumeðlim­ir og vin­ir dans­ar­ans og sjón­varps­manns­ins Stephen ’tWitch’ Boss heit­ins segja frá­sagn­ir ekkju hans, dans­ar­ans og raun­veru­leika­stjörn­unn­ar All­i­son Hol­ker, um meinta eit­ur­lyfja­notk­un hans vera ekk­ert annað en upp­spuna og leið til að vekja at­hygli á vænt­an­legri bók henn­ar.

Hol­ker ræddi op­in­skátt um and­lát eig­in­manns síns, sem féll fyr­ir eig­in hendi þann 13. des­em­ber 2022, í viðtali sem birt­ist í nýj­asta tölu­blaði People í vik­unni og greindi meðal ann­ars frá harðri bar­áttu hans við fíkni­efni sem hún seg­ir hann hafa haldið leyndri fyr­ir fjöl­skyldu og vin­um.

Segja þetta lág­kúru­legt at­hæfi 

Eft­ir birt­ingu viðtals­ins hafa þó nokkr­ir, ná­tengd­ir hjón­un­um, komið Boss til varn­ar á sam­fé­lags­miðlum og sakað Hol­ker um að ljúga í þeirri von um að aug­lýsa vænt­an­lega bók sína, Keep Danc­ing Through: A Boss Family Groo­ve, sem fjall­ar um sam­band þeirra, and­lega örðug­leika Boss, meinta eit­ur­lyfja­notk­un og and­lát.

Meðal þeirra sem saka Hol­ker um lyg­ar er bróðir Boss, frænka hans og góðvin­kona hjón­anna, So You Think You Can Dance-stjarn­an Court­ney Ann Platt, sem seg­ir Hol­ker hafa komið sví­v­irðilega fram við fjöl­skyldu hans, þá sér­stak­lega móður, og vini eft­ir and­látið og meðal ann­ars meinað þeim að hitta börn þeirra hjóna.

Platt sagði einnig að þetta væri svo lág­kúru­legt at­hæfi til þess að reyna að sverta minn­ingu lát­ins manns í gróðraskyni.

Tjáði sig um málið

Hol­ker tjáði sig um málið á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag og sagði stærstu ástæðuna á bak við út­gáfu bók­ar­inn­ar vera til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu. 

Hún sagði einnig að all­ur ágóði af söl­unni renni til styrkt­ar góðgerðasam­tök­um sem hún setti á lagg­irn­ar eft­ir and­lát Boss. 



Allison Holker deildi þessu í story á Instagram í gærdag.
All­i­son Hol­ker deildi þessu í story á In­sta­gram í gær­dag. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fólk sér nýja hlið á þér sem er að öðlast vald og bregst við á magnaðri máta en þú hefðir getað ímyndað þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fólk sér nýja hlið á þér sem er að öðlast vald og bregst við á magnaðri máta en þú hefðir getað ímyndað þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir