Svala sýnir íbúum Los Angeles samhug

Söngkonan Svala Björgvins sendir hlýjar kveðjur til íbúa Los Angeles …
Söngkonan Svala Björgvins sendir hlýjar kveðjur til íbúa Los Angeles á Instagram. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir sendir hlýjar kveðjur til Los Angeles í nýrri Instagram-færslu, en hún var lengi búsett í borginni ásamt þáverandi eiginmanni sínum, leikstjóranum og handritshöfundinum, Einari Egilssyni.

Í færslunni, sem er skrifuð á ensku, segir Svala: „Hugsanir mínar og bænir fara til allra íbúa LA. Ég bjó þar í meira en áratug og borg englanna hefur alltaf verið mitt annað heimili og mun eiga sérstakan stað í hjarta mínu að eilífu. Ég á margar fallegar og ógleymanlegar minningar frá þeim tíma sem ég bjó þarna og vann að tónlist minni. Ég á marga góða vini þarna og ég hugsa til ykkar og vona að þið séuð örugg og heimili ykkar og gæludýr líka.“

Eldarnir eru þeir verstu í sögu Los Angeles í Kaliforníu, minnst tíu manns hafa látist en óttast er að fleiri hafi týnt lífi. Yfir níu þúsund heimili og aðrar byggingar liggja í valnum og tjónið sem nú þegar hefur hlotist af brunanum er talið nema um fimmtíu milljörðum bandaríkjadala eða um sjö billjónum íslenskra króna. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup