Vill að sjónvarpsstöðvar nýti peningana í annað

Jean Smart vann til Golden Globe-verðlauna á sunnudagskvöldið.
Jean Smart vann til Golden Globe-verðlauna á sunnudagskvöldið. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Jean Smart, sem vann til Gold­en Globe-verðlauna fyr­ir leik sinn í þáttaröðinni Hacks á sunnu­dags­kvöldið, vill af­lýsa út­send­ing­um frá kom­andi verðlauna­hátíðum í Hollywood, meðal ann­ars Grammy-verðlauna­hátíðinni, Óskarn­um og Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðinni, og nýta pen­ing­ana, sem ann­ars færu í út­send­ing­una, til að hjálpa þeim tugþúsund­um fórn­ar­lamba skógar­eld­anna sem geisa nærri Los Ang­eles.

Smart deildi þess­ari hug­mynd með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram á fimmtu­dag og fékk mjög já­kvæð viðbrögð frá net­verj­um.

„Með fullri virðingu, en á meðan verðlauna­hátíðavertíðin í Hollywood er í full­um gangi, vona ég inni­lega að eitt­hvað af sjón­varps­stöðvun­um sem sýna frá kom­andi verðlauna­hátíðum taki það til skoðunar að sýna ekki frá þeim í beinni út­send­ingu og nýta frek­ar pen­ing­ana í að hjálpa fórn­ar­lömb­um skógar­eld­anna og slökkviliðsmönn­un­um sem hafa bar­ist við eld­inn,” skrifaði Smart við færsl­una sem nærri 30 þúsund manns hafa líkað.

Hátt í 10 þúsund bygg­ing­ar hafa brunnið í eld­un­um í kring­um næst­stærstu borg Banda­ríkj­anna og hafa yfir 180 þúsund manns þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jean Smart (@realj­e­ans­mart)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant