Lily Allen tekur geðheilsuna fram yfir hlaðvarpið

Sögusagnir eru á kreiki um að breska söngkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, …
Sögusagnir eru á kreiki um að breska söngkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, Lily Allen, sé á leið í meðferð. Skjáskot/Instagram

Breska söng­kon­an og hlaðvarpsþátta­stjórn­and­inn, Lily Allen, hef­ur gefið það út að hún taki nokk­urra vikna hlé frá hlaðvarpi sínu, Miss Me?, til að huga að and­legri heilsu sinni sem hún seg­ir að sé í hálf­gerðum spíral þessa dag­ana.

Í nýj­asta þætt­in­um seg­ist hún vera að ganga í gegn­um erfitt tíma­bil sem kem­ur í kjöl­farið á skilnaði við eig­in­mann henn­ar, Stran­ger Things-stjörn­una, Dav­id Har­bour.

„Ég virðist ekki hafa áhuga á neinu þessa dag­ana. Ég er alls ekki á góðum stað,“ seg­ir hún í þætt­in­um sem kom út í dag.

Hún lýs­ir vanda­mál­un­um eins og spíral sem hafi undið upp á sig síðustu miss­eri og farið al­gjör­lega úr bönd­un­um. Hún hafi t.a.m eitt skipti snúið heim eft­ir að hafa mætt í settið til að taka upp hlaðvarpsþátt­inn og í annað skipti yf­ir­gefið leik­sýn­ingu í hléi vegna van­líðunar.

„Ég get ekki ein­beitt mér að neinu nema að sárs­auk­an­um sem ég geng í gegn­um.“ Þá til­kynnti hún hlust­end­um að þeir myndu ekk­ert heyra frá henni næstu vik­urn­ar þar sem hún væri að fara í burtu um tíma, en hún er bú­sett í Banda­ríkj­un­um um þess­ar mund­ir. 

Sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki um að hún sé á leið í vímu­efnameðferð en hún blæs á þær. Hins veg­ar seg­ist hún „ekki mega“ nota sím­ann sinn á þeim stað sem hún mun dvelja á.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum, þá eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Lykilorð dagsins er skilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum, þá eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Lykilorð dagsins er skilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir