Vill fá að heita Kanína

Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína.
Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína. mbl.is

„Þetta er búið að þvæl­ast í hausn­um á mér í tvö ár og nú ákvað ég loks­ins að kýla á það,“ seg­ir Krist­inn Sæ­munds­son, tón­leika­hald­ari með meiru, sem hef­ur sótt um að fá að taka upp nafn sem hef­ur fylgt hon­um um ára­tuga­skeið; Kan­ína.

Kiddi kan­ína rak um ára­bil plötu­búðina Hljómalind og var af­kasta­mik­ill í tón­leika­haldi. Hann var einn af skipu­leggj­end­um tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Uxa árið 1995 og flutti inn þekkt­ar hljóm­sveit­ir auk þess að vera umboðsmaður Sig­ur Rós­ar í upp­hafi fer­ils sveit­ar­inn­ar.

Síðustu ár hef­ur Kiddi haldið sér að mestu til hlés. „Ég er í ákveðnu hreins­un­ar­starfi í mínu lífi. Ég verð sex­tug­ur eft­ir rúm­lega ár en ég missti heils­una fyr­ir tólf árum. Fyr­ir sjö árum komst ég í sveit­ina og gat eign­ast lít­inn bú­stað. Nú hef ég ákveðið að gera eitt­hvað fyr­ir sjálf­an mig og ætla að breyta þess­um 40 fer­metra bú­stað í 100 fer­metra hús. Efnið í hús­inu verður nán­ast 95% end­urunnið og þetta verður gert úr draum­um og ímynd­un­ar­afl­inu. Sam­hliða þessu ákvað ég að fara í þessa nafna­breyt­ingu,“ seg­ir Kiddi.

Kan­ína ekki á manna­nafna­skrá

Hann seg­ir að sér hafi ekki fund­ist nafnið Krist­inn Kan­ína Sæ­munds­son hljóma rétt. Þegar Lilja vin­kona hans hafi stungið upp á að hann kenndi sig við móður sína hafi allt smollið sam­an. Kiddi sótti því um til Þjóðskrár að fá að heita Krist­inn Kan­ína Sig­ríðar­son.

Sú stofn­un vildi ekki samþykkja breyt­ing­una og bar því við að nafnið Kan­ína væri ekki á manna­nafna­skrá og kæmi ekki fyr­ir í mann­töl­um frá 1703. Því var nafn­inu skotið til úr­sk­urðar manna­nafna­nefnd­ar sem mun vænt­an­lega kveða upp sinn stóra­dóm síðar í mánuðinum.

Kiddi er ánægður með að hafa ákveðið að feta þessa braut og gera eitt­hvað fyr­ir sjálf­an sig. „Þetta er gott dæmi um að það er aldrei of seint að taka sjálf­an sig í fangið, að „feisa“ ruslið und­ir mott­unni og henda því út.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mistök fortíðarinnar voru víst lexíur. Einbeittu þér að því að njóta þess sem þú hefur og rækta það, Þannig festirðu ræturnar þínar
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mistök fortíðarinnar voru víst lexíur. Einbeittu þér að því að njóta þess sem þú hefur og rækta það, Þannig festirðu ræturnar þínar
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant