Fullkomið farartæki í Raunheimum

Daníel Ágúst og Björn Jörundur hafa unnið saman frá 1987 …
Daníel Ágúst og Björn Jörundur hafa unnið saman frá 1987 og vinna sem einn maður sem semur nær alla texta við lög hljómsveitarinnar. Þeir eru afskaplega ánægðir með Raunheima. mbl.is/Karítas

Nýj­asta plata hljóm­sveit­ar­inn­ar Nýd­anskr­ar og sú fjór­tánda í röðinni, Raun­heim­ar, kem­ur út föstu­dag­inn 31. janú­ar. Sveit­in blæs til út­gáfu­tón­leika í Norður­ljósa­sal Hörpu klukk­an 19 sama dag og til auka­tón­leika klukk­an 22.

Ný­dönsk var stofnuð árið 1987 og er í dag skipuð stofnmeðlimun­um Birni Jör­undi Friðbjörns­syni, Daní­el Ágústi Har­alds­syni og Ólafi Hólm Ein­ars­syni sem og Jóni Ólafs­syni og Stefáni Hjör­leifs­syni, sem gengu form­lega til liðs við hljóm­sveit­ina árið 1990.

Meira en sjö ár eru síðan síðasta plata Nýd­anskr­ar, Á plán­et­unni jörð, kom út en aldrei hef­ur liðið lengri tími á milli platna sveit­ar­inn­ar. Blaðamaður sett­ist niður með for­söngvur­un­um Birni og Daní­el í nota­legu bóka­safni Hót­el Holts þar sem ís­lensk menn­ing­ar­saga er alltumlykj­andi og ná­lægðin við gamla meist­ara áþreif­an­leg.

Mús­ík­in ligg­ur í loft­inu

Ligg­ur beint við að spyrja um til­komu þess að sveit­in hafi ákveðið að vinna nýja plötu eft­ir þetta lang­an tíma. Björn er til svars og seg­ir þá allt í einu hafa vaknað upp við það hversu lang­ur tími væri liðinn. Menn hafi þá ein­fald­lega sam­mælst um að hætta að hangsa og ráðast í gerð nýrr­ar plötu.

„Þá er þessi mús­ík sótt ein­hvers staðar úr him­in­hvolf­un­um. Hún ligg­ur í loft­inu og það þarf að veiða hana niður. Fæst koma lög­in fullsköpuð og eru sjald­an tínd fullsköpuð af trénu. Það þarf að klappa þessu, koma oft að og veiða úr bestu hlut­ina,“ seg­ir Björn.

Samsett mynd/Simon Whitehead

Daní­el bæt­ir við að tím­inn vinni með þeim og þeir séu ekk­ert að flýta sér. Seg­ir hann alla hljóm­sveit­armeðlimi laga­smiði og því geti sveit­in valið úr laga­smíðum.

„Við erum tón­list­ar­menn, höf­um skapað verðmæti í sam­ein­ingu í tæpa fjóra ára­tugi, erum ekki af baki dottn­ir og vilj­um enn gera eitt­hvað æv­in­týra­legt. Við höf­um metnað fyr­ir því að skapa nýja tónlist sem skipt­ir máli en ekki fyr­ir því að koðna niður við að spila ein­göngu gömlu góðu lög­in, sem standa þó al­veg fyr­ir sínu.

Við erum með ein­hvern sköp­un­ar­anda í brjósti og ein­hvern neista sem við erum enn í þjón­ustu við og verðum að sinna,“ seg­ir Daní­el.

„Við erum með ein­hvern sköp­un­ar­anda í brjósti og ein­hvern neista …
„Við erum með ein­hvern sköp­un­ar­anda í brjósti og ein­hvern neista sem við erum enn í þjón­ustu við og verðum að sinna.“ Ljósmynd/Simon Whitehead

Sem tveir lík­am­ar og ein sál

Þeir Björn fengu aðstöðu í frí­stunda­húsi úti á landi við gerð plöt­unn­ar þar sem þeir ein­beittu sér að laga­smíðum og texta­gerð.

„Þetta er svo skemmti­leg vinna þegar við tveir kom­um sam­an. Við erum sem tveir lík­am­ar og ein sál þegar við leggj­um krafta okk­ar sam­an,“ seg­ir Daní­el.

Björn gríp­ur orðið og seg­ir þá hafa skrifað alla text­ana á plöt­unni sam­an – nema einn, „sem Danni gerði upp á sitt ein­dæmi þegar ég skrapp frá,“ seg­ir Björn og glott­ir. „Sást ekki til – þegar þú fórst í göngu­túr,“ bæt­ir Daní­el við og hlær. „Þá stalst hann í þetta,“ seg­ir Björn „og gerði æðis­leg­an texta.“

Eng­um sem deil­ir rými með þess­um tveim­ur turn­um ís­lenskr­ar popp­sögu dylst að þar fara mikl­ir vin­ir og góðir sam­starfs­menn sem bera djúpa virðingu hvor fyr­ir öðrum.

Engum sem deilir rými með þessum tveimur turnum íslenskrar poppsögu …
Engum sem deilir rými með þessum tveimur turnum íslenskrar poppsögu dylst að þar fara miklir vinir og góðir samstarfsmenn sem bera djúpa virðingu hvor fyrir öðrum. mbl.is/Karítas

Raun­heim­ar Peters Gabriel

Árið 2024 var Nýd­anskri gjöf­ult með vel heppnuðum upp­tök­um á Raun­heim­um í einu eft­ir­sótt­asta hljóðveri heims, allt frá stofn­un þess seint á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar eða um sama leyti og Ný­dönsk varð til, Real World Studi­os í Suður-Englandi en þangað er heiti plöt­unn­ar sótt.

Maður­inn á bak við hljóðverið er enski tón­list­armaður­inn Peter Gabriel. Segja þeir að hljóm­sveit­in hafi leynt og ljóst horft til Raun­heima enska tón­list­ar­manns­ins dreym­andi aug­um í nærri fjóra ára­tugi og þegar kom að vali á hljóðveri nú hafi þeim líkað sam­söm­un bands­ins og hljóðvers­ins – að hafa haldið velli í all­an þenn­an tíma.

Hljóm­sveit­in horfði leynt og ljóst til Raun­heima enska tón­list­ar­manns­ins Peter …
Hljóm­sveit­in horfði leynt og ljóst til Raun­heima enska tón­list­ar­manns­ins Peter Gabriel, dreym­andi aug­um í nærri fjóra ára­tugi, áður en Raun­heim­ar Nýd­anskr­ar urðu til þar á síðasta ári. Ljósmynd/Simon Whitehead

Kona sem les hugs­an­ir

Yf­ir­hljóðupp­töku­meist­ari ensku Raun­heimanna er Katie May, sem þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur tekið upp alla stóru lista­menn­ina.

„Hún var eins og hug­ur manns,“ seg­ir Daní­el og Björn bæt­ir við að hún vinni hratt og sé greini­lega flug­gáfuð því hún hafi alltaf vitað hvað þeir voru að gera þrátt fyr­ir að skilja ekki orð af því sem þeir sögðu sín á milli.

„Hand­bragð henn­ar leyn­ir sér ekki,“ seg­ir Daní­el og bæt­ir Björn við að May hafi verið fljót að setja upp hljóðheim­inn á plöt­unni, sem haldi sér í gegn­um hana alla.

Daní­el minn­ist þá sér­stak­lega á þátt Guðmund­ar Pét­urs­son­ar. „Guðmund­ur er gít­arsnill­ing­ur, sem við höfðum okk­ur til fullting­is, og gæddi hann plöt­una töfr­um og bætti miklu við.“

Ný­dönsk og Guðmund­ur Pét­urs­son ásamt Katie May yf­ir­hljóðupp­töku­meist­ara og Faye …
Ný­dönsk og Guðmund­ur Pét­urs­son ásamt Katie May yf­ir­hljóðupp­töku­meist­ara og Faye Dolle sem var henni til aðstoðar. Ljósmynd/Simon Whitehead

Lag árs­ins 2024

Í Raun­heim­um Nýd­anskr­ar fær hljóm­sveit­in að njóta sín og seg­ir Björn best að lýsa plöt­unni sem lif­andi hljóðvers­plötu þar sem hlust­and­inn fær að heyra tök­una eins og hún kem­ur fyr­ir.

Forsmekk­ur­inn af Raun­heim­um kom út í júlí, Full­komið far­ar­tæki, en lagið sló ræki­lega í gegn og varð að lok­um lag árs­ins 2024 á Rás 2 og vin­sæl­asta lag árs­ins á Bylgj­unni. Það er sagt frá sjón­ar­horni miðaldra heim­il­is­föður en þemað í texta­gerðinni á plöt­unni er bein­ar eða bjagaðar skír­skot­an­ir í raun­heim hins venju­lega miðaldra manns.

Daní­el Ágúst seg­ir að tím­inn vinni með hljómsveitinni, sem sé …
Daní­el Ágúst seg­ir að tím­inn vinni með hljómsveitinni, sem sé ekk­ert að flýta sér. mbl.is/Karítas

Örfá sæti laus

Ný­lega kom út annað lag af plöt­unni sem nefn­ist Hálka lífs­ins. Seg­ir þar frá ein­um sem er með allt á hæl­un­um og alltaf
kom­inn út á kant með sjálf­an sig og fleira. Í viðlög­un­um hring­ir hann heim og reyn­ir að
kom­ast aft­ur í mjúk­inn hjá mak­an­um. Björn seg­ir það ganga frem­ur illa og þetta sé svo­lítið glopp­ótt.

Enn eru örfá sæti laus á tvenna út­gáfu­tón­leika Nýd­anskr­ar í Hörpu 31. janú­ar á tix.is en fyr­ir áhuga­sama borg­ar sig ekki að hika of lengi því ef marka má vin­sæld­ir sveit­ar­inn­ar um þess­ar mund­ir líður lík­lega ekki á löngu þar til all­ir miðar selj­ast upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir