Katrín prinsessa af Wales er nú á batavegi og einbeitir sér að því að ná fullri heilsu. Prinsessan greindist með krabbamein á síðasta ári og hefur verið í meðferð við því síðan.
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum greinir hún frá þessum gleðitíðindum.
Katrín heimsótti Royal Marsden-sjúkrahúsið í dag til að þakka þeim fyrir síðasta árið. Hún er nú orðin verndari sjúkrahússins.
„Það er mér mikill léttir að vera á batavegi og ég einbeiti mér að því að ná heilsu aftur á ný. Allir sem hafa greinst með krabbamein vita að það er erfitt að aðlagast nýjum veruleika. Ég hins vegar horfi bjartsýn og full tilhlökkunar til framtíðar,“ skrifar prinsessan.
View this post on InstagramA post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)