Skilja eftir tíu ára hjónaband

Jessica Simpson og Eric Johnson.
Jessica Simpson og Eric Johnson. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson, fyrrverandi leikmaður ameríska fótboltaliðsins San Francisco 49ers, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir tíu ára hjónaband.

Simpson staðfesti tíðindin við tímaritið People í gær. 

„Við Eric höfum lifað hvort í sínu lagi í þó nokkurn tíma og reynt að yfirstíga erfiðleikana í hjónabandi okkar, sagði Simpson í yfirlýsingu til People. „Börnin okkar eru í fyrsta sæti og ætlum við að einbeita okkur að því sem er þeim fyrir bestu. Við erum þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn og kunnum að meta næði nú þegar við vinnum okkur í gegnum þetta sem fjölskylda.“

Hjónin giftu sig þann 5. júlí 2014 í Montecito í Kali­forn­íu. Þau eiga þrjú börn á ald­urs­bil­inu 5-12 ára. Er þetta annað hjóna­band beggja. 

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir