Fíknivandi Fury leiddi til sambandsslita

Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae
Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae Skjáskot/Instagram

Tommy Fury, hnefaleikakappi og Love Island-stjarna, segir að sambandi þeirra Molly-Mae Hague hafi lokið vegna fíknivanda hans en ekki vegna framhjáhalds. 

„Við hættum saman af því ég átti í vandræðum með áfengi og ég gat ekki verið sá maki sem ég vildi lengur. Það drepur mig að segja það en ég gat það ekki,“ sagði Fury í viðtali við Men's Health UK.

Parið sleit sambandinu sínu í ágúst í fyrra eftir að hafa verið saman í fimm ár. Fljótlega eftir að tilkynnt var um sambandsslitin fór sá orðrómur á kreik að Fury hefði haldið fram hjá Hague en Fury hefur alltaf neitað slíkum orðrómi. 

Á betri stað í dag

Í viðtalinu útskýrir Fury að fíknivandi hans hafi byrjað þegar hann gat ekki mætt á hnefaleikaæfingar vegna meiðsla. Segist hann hafa byrjað að leita í áfengi til að finna fyrir tímabundinni hamingju. 

„Yfir daginn myndi ég fá mér Guinness hægri-vinstri. Seinna um kvöldið myndi ég svo byrja að taka skot og flest kvöld sofnaði ég ölvunarsvefni,“ segir Fury. 

Hann kveðst hafa leitað sér hjálpar og að hann sé á talsvert betri stað í dag. 

Parið kynntist í raunveruleikaþáttunum Love Island. Fury bað Hague á síðasta ári en saman eiga þau tveggja ára dóttur sem heitir Bambi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir