Neil Gaiman þvertekur fyrir ásakanir

Neil Gaiman.
Neil Gaiman. mbl.is/Ásdís

„Ég hef aldrei stundað kynlíf án samþykkis. Aldrei,” skrifaði breski metsöluhöfundurinn Neil Gaiman í færslu á bloggsíðu sinni í gærdag, þar sem hann svaraði alvarlegum ásökunum átta kvenna um kynferðislegt misferli.

Á mánudag birtist grein á vef Vulture, titluð There Is No Safe Word – How the best-selling fantasy author Neil Gaiman hid the darkest parts of himself for decades, sem byggir á viðtölum við konurnar.

Um­fjöll­un­in kem­ur í kjöl­farið á fyrstu ásök­un­un­um sem fram komu í hlaðvarp­sþættinum Master: the allegations against Neil Gaiman í júlí í fyrra, en hlaðvarpsþætt­irn­ir voru til­einkaðir mál­inu.

Fram kem­ur í greininni að all­ar kon­urn­ar hafi á ein­hverj­um tíma­punkti spilað með fýsn­um Gaim­an með því að kalla hann „hús­bónda“ eins og hann fór fram á og haldið áfram­hald­andi sam­skipt­um við hann. Þær segja þó að samþykki sem átti að vera viðhaft í BDSM-at­höfn­um hafi farið ofan garðs og neðan.

Gaiman, best þekktur fyrir bækur á borð við Good Omens, American Gods og The Sandman, segir sögurnar um sig vera ósannar. 

„Ég hef verið þögull fram að þessu, bæði af virðingu við fólkið sem kaus að segja sögur sínar og af löngun til að vekja ekki frekari athygli á öllum þeim misvísandi upplýsingum sem hafa verið á kreiki. En nú er ég kominn á þann stað að mér finnst að ég verði að segja eitthvað.

Ég er langt frá því að vera fullkomin manneskja, en ég hef aldrei þvingað neinn til að stunda kynlíf með mér.

Ég er reiðubúinn að taka ábyrgð á þeim mistökum sem ég hef gert. Ég er ekki tilbúinn að snúa baki við sannleikanum og get ekki sætt mig við að vera lýst sem manneskju sem ég er ekki og mun ekki viðurkenna að hafa gert hluti sem ég gerði ekki,” skrifaði Gaiman meðal annars.

Verkefni sett í bið

Frá því ásak­an­irn­ar komu fyrst í dags­ljósið hafa nokk­ur verk­efna Gaim­ans beðið hnekki, t.a.m mun þriðju þáttaröð af Good Omens ljúka með 90 mín­útna þætti þar sem Gaim­an tek­ur ekki leng­ur þátt í fram­leiðslunni.

Disney gerði hlé á gerð kvik­mynd­ar eft­ir bók Gaim­ans, The Gra­vey­ard Book, og Net­flix hætti við Dead Boy Detecti­ves, þótt ekki sé ljóst hvort þær breyt­ing­ar teng­ist ásök­un­un­um beint.

Bloggfærsla Neil Gaiman

Neil Gaiman birti færsluna í gærdag á bloggsíðu sinni.
Neil Gaiman birti færsluna í gærdag á bloggsíðu sinni. Skjáskot/Journal.neilgaiman.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir