David Lynch látinn

David Lynch er látinn 78 ára að aldri.
David Lynch er látinn 78 ára að aldri. AFP/Chris Delmas

Leikstjórinn og handritshöfundurinn David Lynch er látinn 78 ára að aldri. Á meðal þekktustu verka Lynch eru Blue Velvet, Mulholland Drive og sjónvarpsþættirnir Twin Peaks. 

Lynch greindi frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með lungnaþembu eftir að hafa reykt sígarettur stóran hluta ævinnar. 

Fjölskylda leikstjórans greindi frá andláti hans á Facebook í dag. 

„Stórt skarð hefur verið hoggið í tilveruna nú þegar hann er ekki lengur á meðal vor. En eins og hann myndi sjálfur segja: Hafið augun á kleinuhringnum sjálfum, ekki holunni,“ skrifaði fjöldskyldan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir