Leikstjórinn og handritshöfundurinn David Lynch er látinn 78 ára að aldri. Á meðal þekktustu verka Lynch eru Blue Velvet, Mulholland Drive og sjónvarpsþættirnir Twin Peaks.
Lynch greindi frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með lungnaþembu eftir að hafa reykt sígarettur stóran hluta ævinnar.
Fjölskylda leikstjórans greindi frá andláti hans á Facebook í dag.
„Stórt skarð hefur verið hoggið í tilveruna nú þegar hann er ekki lengur á meðal vor. En eins og hann myndi sjálfur segja: Hafið augun á kleinuhringnum sjálfum, ekki holunni,“ skrifaði fjöldskyldan.