Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Back in Action sem fór fram í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi.

Diaz var glæsileg til fara, klædd síðri svartri kápu og útvíðum gallabuxum, og stillti sér upp á rauða dreglinum, sem var að vísu fjólublár á litinn, ásamt mótleikara sínum, Jamie Foxx, en þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem leikkonan gekk rauða dregilinn.

Leikkonan, sem er best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Holiday, Charlie’s Angels, The Mask, My Best Friends Wedding og There’s Something About Mary, lagði leiklistina á hilluna fyrir nokkrum árum síðan til að einbeita sér að móðurhlutverkinu, en Diaz er gift tónlistarmanninum Benji Madden, liðsmanni rokksveitarinnar Good Charlotte, og á með honum tvö ung börn, stúlku og dreng.

Foxx, sem lék með Diaz í kvikmyndunum Any Given Sunday og Annie, sannfærði leikkonuna um að snúa aftur í leiklistina eftir langt hlé til að leika á móti honum í gamanhasarmyndinni Back in Action sem byrjar í sýningu á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag.

Diaz, sem er 52 ára, er nú með nokkur kvikmyndaverkefni í bígerð, samkvæmt IMDb, og þar á meðal fimmtu teiknimyndina um tröllið Shrek.

View this post on Instagram

A post shared by E! News (@enews)

View this post on Instagram

A post shared by Cameron Diaz (@camerondiaz)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir