Í Instagram-færslu staðfestir leikkonan Jessica Alba skilnað hennar við eiginmann sinn til sautján ára, Cash Warren.
Hún leggur áherslu á að þau haldi áfram góðu sambandi barnanna vegna og biður um frið.
„Í mörg ár hef ég verið á ferðalagi sjálfsvitundar og umbreytinga, bæði sem einstaklingur og í félagi við Cash... Við höldum áfram í kærleika og góðvild, af virðingu við hvort annað og munum ávallt vera fjölskylda. Börnin okkar halda áfram að vera í forgangi og við biðjum um næði núna.“