Þetta eru söngvar lífsins

Timothée Chalamet á rauða dreglinum í Lundúnum í vikunni.
Timothée Chalamet á rauða dreglinum í Lundúnum í vikunni. AFP/Benjamin Cremel

Hvernig leikur maður goðsögn? Hvernig leikur maður goðsögn sem enn er á lífi og flestir jarðarbúar þekkja og hafa skoðun á? Frammi fyrir þessum spurningum stóð bandaríski leikarinn Timothée Chalamet meðan hann bjó sig undir hlutverk söngvaskáldsins og nóbelsverðlaunahafans Bobs Dylans í kvikmyndinni A Complete Unknown.

„Leið mín inn var tónlistin,“ sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina NPR. „Ég elska tónlist þessa manns. Þetta eru söngvar lífsins. Hann er einn merkasti bandaríski listamaður okkar tíma.“

Þegar hann tók verkefnið að sér bjóst Chalamet aðeins við að hafa fjóra mánuði til að búa sig undir hlutverkið. Þá skall á heimsfaraldur kórónuveirunnar og fjórir mánuðir urðu að fimm árum. Spurður hversu mikill léttir það hafi verið að fá þennan aukatíma „með“ Dylan, að hugsa um hann, stúdera hann og þykjast vera hann svaraði Chalamet:

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP

„Tja, léttirinn jókst í réttu hlutfalli við allt sem ég lærði á þessum langa tíma. Fyrst hélt ég að ég myndi fá að leika Bob án þess að vera meðlimur í kirkjunni hans í þeim skilningi að ég var ekki einn af þessum risaaðdáendum hans, ennþá. Síðan varð þetta að fimm ára ferli, þar sem mér líður eins og ég hafi snúið við hverjum einasta steini sem á vegi mínum varð.“

Nánar er fjallað um A Complete Unknown í Sunnudagsblaði Morgublaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar