Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð

Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi.
Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi. Ljósmynd/AFP

Heimili ofurfyrirsætunnar og sjónvarpsstjörnunnar Tyru Banks brann til kaldra kola í gróðureldunum sem enn geisa við Los Angeles í Kaliforníufylki.

Banks greindi frá sorgartíðindunum í ástralska morgunþættinum Sunrise á mánudag, en hún hefur verið búsett í Ástralíu síðustu mánuði til að undirbúa opnun nýs útibús ísbúðarinnar Smize & Dream.

„Ég er ein af þeim. Ég missti húsið mitt,“ sagði Banks með grástafinn í kverkunum þegar þáttastjórnendur morgunþáttarins spurðu fyrirsætuna hvort hún þekkti einhvern sem hefði misst heimili sitt í gróðureldunum.

„Ég hef ekkert viljað ræða það, enda vil ég ekki vekja sérstaka athygli á sjálfri mér þegar aðrir, í sömu stöðu og ég, þurfa meira á þessari athygli að halda,“ hélt hún áfram.

Banks var stödd ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Louis Bélanger-Martin, á heimili vinahjóna þegar þau komust að því að heimili þeirra hefði brunnið.

„Ég sagði ekkert við vini mína, við fórum bara heim, áttum okkar stund og grétum.“

Fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur eru bú­sett­ar á svæðinu og hafa marg­ar þeirra þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín á meðan aðrar hafa misst heim­ili sín í elds­voðanum.

Á meðal þeirra sem misst hafa heim­ili sín eru Ant­hony Hopk­ins, Jeff Bridges, John Goodm­an, Cary Elwes, Eu­gene Levy, John C. Reilly, Tina Know­les, Can­dy Spell­ing, Jenni­fer Grey, Anna Far­is, Miles Tell­er, James Woods, Billy Crystal, Par­is Hilt­on og Milo Ventimiglia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar