Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir byrjaði árið með því senda frá sér breiðskífuna Afturábak, sem er fyrsta stóra platan sem hún sendir frá sér á löngum tónlistarferli. „Hildur vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Rökkurró fyrir átján árum, en sló fyrst rækilega í gegn með lagið I'll Walk With You árið 2017.
Rökkurró spilaði draumkennda indítónlist, en þó hljómsveitinni hafi gengið flest í haginn og meðal annars farið í tónleikaferðir víða um heim, segist Hildur ekki hafa aldrei hafa komist á vinsældalista með hljómsveitinni eða að lag með henni hafi komist í útvarpsspilun fyrr en hún byrjað sinn sólóferil. Í viðtali í Dagmálum segir hún líka frá því að vinsældirnar eigi það til að hverfa jafn hratt og þær birtast.
„Það er líka það sem getur gerst á Íslandi og mér finnst svo merkilegt að bransinn hér er oft mjög fljótur að skipta um hvað sé vinsælast og það var mikill skóli. Ég gaf út þetta lag og gekk rosa vel, gaf út EP plötu í kjölfarið og þar voru nokkur löng sem fengu góða spilun, tók svo aftur þátt í Söngvakeppninni, 2017 með lagið Bammbaramm, sem varð reyndar algjört barnahit, sem var mjög gaman. Þessi tvö ár voru alveg brjáluð og ég hafði ekki undan, en svo gerðist það frekar snögglega um haustið, þá allt í einu duttu bókanirnar niður, þá voru komnir nýir listamen sem urðu vinsælir og það var alveg erfitt,“ segir Hildur og bætir við að uppúr því hafi hún lent á vegg. „Þetta var erfitt andlega, það er erfitt að vera sólólistamaður og þurfa að halda ölum boltum á lofti í einu, að passa að hafa nóg að gera og oft líka að vera í einhverri vinni meðfram. Þetta er oft 150% vinna og ég fékk smá burnout, klessti smá á vegg og átti ekki mjög gott tímabil.“