Bandaríski rapparinn Asap Rocky gæti átt yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsisvist verði hann sakfelldur fyrir að hafa skotið æskuvin sinn en val á kviðdómendum í málinu hófst í dag.
Málið má rekja aftur til ársins 2021 en Asap er ákærður fyrir tvö auðgunarbrot þar sem hann er sagður hafa skotið æskuvin sinn, rapparann Asap Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni fyrir utan hótel í Los Angeles-borg í nóvember 2021 í kjölfar ósættis þeirra á milli.
Verði Rocky sakfelldur fyrir brotin á hann yfir höfði sér 24 ára fangelsisvist.
Relli og Rocky voru hluti af hiphop-samsteypunni Asap Mob
Rocky hefur lýst sig sem saklausan í málinu. Hann neitaði boði dómarans um að játa á sig sök fyrir brotin gegn vægari refsingu.
Relli hefur áður borið vitni um að Rocky hafi skotið hann að minnsta kosti fjórum sinnum þar sem eitt skotið hafi hafnað í hendi hans.
Upptökur frá öryggismyndavélum þar sem atvikið átti sér stað sýna Rocky halda á skotvopni en vopnið hefur aldrei fundist.
Joe Tapcopina, lögmaður Rockys, greindi frá því fyrir dómi í dag að hann myndi kalla til vitni til að bera vitni um að skotvopnið sem sést á öryggismyndavélunum hafi verið leikfang sem Rocky hafi borið með sér í öryggisskyni.