Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis

Það fer ekki á milli mála að allt sem Björk …
Það fer ekki á milli mála að allt sem Björk gerir er stórbrotið. Ljósmynd/Aðsend

Nýjasta verk úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia, verður frumsýnt í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar. 

Fram kemur í tilkynningu frá Smekkleysu að kvikmyndin Cornucopia sé einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að upplifa mikilfenglega sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár.

„Ég er svo glöð að fá að deila kornukópíu loksins með ykkur,“ segir söngkonan sjálf. 

Í kvikmyndinni skoðar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist sína. Tónlistin í myndinni er að mestu af plötunni Utopia, en hún flytur einnig lög af síðustu plötu sinni, Fossora, ásamt eldri lögum á borð við Isobel og Hidden Place.

Verkefnið hefur verið mörg ár í vinnslu og kvikmyndin nær vel utan um ferðalag Bjarkar sem er eins konar sambland af tónleikum og sýningu.

Þá segir Björk einnig um verkið: „Ég hef verið að vinna í 360 gráðu hljóð- og sjónheimi í rúman áratug núna... Og í gegnum þessa sögu er annar söguþráður ofinn inn. Þetta er teiknimyndasaga um „avatar“, „anime“-hlutverkaleik, nútímaleikbrúðu sem stökkbreytist frá erkitýpu til erkitýpu, frá hjartameiðslum til fullkomins bata. Vona að þú njótir, hlýja, Björk.“

Eftir sýningar hérlendis fer kvikmyndin í sýningu á heimsvísu síðar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar