Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman

Donald Trump Jr., Bettina Anderson kærasta Trumps Jr., varaforseti Bandaríkjanna, …
Donald Trump Jr., Bettina Anderson kærasta Trumps Jr., varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance og Alina Habba, háttsettur ráðgjafi Donalds Trumps. SAMUEL CORUM/AFP

Sögu­sagn­ir af því að Don­ald Trump yngri og kær­asta hans, Palm Beach-fé­lags­ver­an Bett­ina And­er­son, séu far­in að búa sam­an. 

Á inn­setn­ing­ar­helgi föður hans í Washingt­on um liðna helgi þeysti Trump yngri um með And­er­son sér við hlið. Sam­band þeirra er orðið al­var­legra þar sem Trump yngri virðist að mestu dvelja á heim­ili And­er­son í Palm Beach, Flórída.

En ekki er langt frá því að greint var frá því að Trump yngri og þáver­andi unn­usta hans, Kimber­ly Guil­foyle, slitu trú­lof­un­inni eft­ir fimm ára sam­band. Sama dag út­nefndi Don­ald Trump Guil­foyle sem sendi­herra í Grikklandi.

kimberly guilfoyle, fyrrum unnusta Donalds Trumps Jr. og núverandi sendiherra …
kimber­ly guil­foyle, fyrr­um unn­usta Don­alds Trumps Jr. og nú­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna í Grikklandi, en Trump sjálf­ur skipaði hana í embættið 10. des­em­ber síðastliðinn, nán­ast á sama tíma og sam­bands­slit­in milli henn­ar og son­ar hans urðu op­in­ber. ANDREW CA­BALLERO-REYNOLDS/​AFP

Trump yngri og And­er­son sáust fyrst op­in­ber­lega í des­em­ber síðastliðnum þegar þau héld­ust í hend­ur á leið úr af­mælis­kvöld­verði And­er­son í Palm Beach. Síðan þá hafa þau sést víða, m.a. á Mar-a-Lago, einka­klúbbi Trumps, og í róm­an­tískri ferð í Fen­eyj­um.

And­er­son og Guil­foyle voru báðar viðstadd­ar kvöld­verðinn sem var hluti af inn­setn­ing­ar­hátíðinni. Eng­in fjand­semi er á milli Guil­foyle og Trumps yngri en sjálf­ur sagði hann í til­kynn­ingu til Page Six í kjöl­far sam­bands­slit­anna að þeim myndi aldrei hætta að þykja vænt hvoru um annað og myndu ávallt halda sér­stöku sam­bandi.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant