Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum

Blake Lively og Justin Baldoni í hár saman. Deilurnar halda …
Blake Lively og Justin Baldoni í hár saman. Deilurnar halda áfram og skotið er á báða bóga. Samsett mynd/Instagram

Lög­fræðiteymi leik­kon­unn­ar Bla­ke Li­vely gagn­rýn­ir leik­ar­ann og leik­stjór­ann, Just­in Baldoni, fyr­ir að birta op­in­ber­lega tíu mín­útna mynd­band af þeim daðra hvort við annað á tökustað.

Li­vely og Baldoni fóru með aðal­hlut­verk­in í kvik­mynd Baldon­is, It Ends With Us, sem kom út í ág­úst á síðasta ári.

„Just­in Baldoni og lög­fræðing­ur hans vona ef­laust að þetta nýj­asta glæfra­bragð verði ofar öðrum sönn­un­ar­gögn­um gegn hon­um,“ segja lög­fræðing­ar Li­vely. Þeir halda því fram að téð mynd­band verði ein­ung­is til að styrkja mál Li­vely sem varðar kyn­ferðis­lega áreitni gegn henni á tökustað.

Í mál­sókn á hend­ur Baldoni sem tek­in var upp 31. des­em­ber sak­ar Li­vely meðleik­ara sinn um kyn­ferðis­lega áreitni og til­raun til að eyðileggja orðspor henn­ar í kjöl­farið.

Lög­fræðinga grein­ir á um mynd­bandið

Mynd­bandið sýn­ir Baldoni halla sér ít­rekað að Li­vely, reyna að kyssa hana, kyssa hana á ennið og nudda and­liti sínu við munn og háls henn­ar, renna þum­al­fingri yfir var­ir henn­ar, strjúka henni og segja henni hversu vel hún lykt­ar. Baldoni var ekki ein­ung­is meðleik­ari Li­vely held­ur einnig leik­stjóri mynd­ar­inn­ar og því yf­ir­maður henn­ar.

Lög­fræðiteymi Li­vely seg­ir hana hafa hallað sér und­an og beðið ít­rekað um að per­són­ur þeirra töluðu í stað að sýna of mikla nánd.

„Sér­hver kona sem hef­ur verið snert á óviðeig­andi hátt á vinnustað mun kann­ast við van­líðan frök­en Li­vely,“ segja lög­fræðing­ar henn­ar einnig. Þeir gagn­rýna Baldoni fyr­ir að reyna að af­veg­leiða al­menn­ing með því að birta mynd­bandið í fjöl­miðlum en ekki fyr­ir dómi og að þetta sé hluti af ófræg­ing­ar­her­ferð hans í garð Li­vely.

Mynd­bandið sem um ræðir er hluti af senu úr kvik­mynd­inni og segja lög­fræðing­ar Baldon­is að atriðið fjalli um þegar þess­ar tvær per­són­ur verða ást­fangn­ar, að báðir leik­ar­ar hagi sér af fag­mennsku inn­an ramma atriðsins.

Mynd­bandið eigi þess vegna að draga úr sann­leiks­gildi ásak­ana Li­vely á hend­ur Baldoni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son