Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum

Blake Lively og Justin Baldoni í hár saman. Deilurnar halda …
Blake Lively og Justin Baldoni í hár saman. Deilurnar halda áfram og skotið er á báða bóga. Samsett mynd/Instagram

Lögfræðiteymi leikkonunnar Blake Lively gagnrýnir leikarann og leikstjórann, Justin Baldoni, fyrir að birta opinberlega tíu mínútna myndband af þeim daðra hvort við annað á tökustað.

Lively og Baldoni fóru með aðalhlutverkin í kvikmynd Baldonis, It Ends With Us, sem kom út í ágúst á síðasta ári.

„Justin Baldoni og lögfræðingur hans vona eflaust að þetta nýjasta glæfrabragð verði ofar öðrum sönnunargögnum gegn honum,“ segja lögfræðingar Lively. Þeir halda því fram að téð myndband verði einungis til að styrkja mál Lively sem varðar kynferðislega áreitni gegn henni á tökustað.

Í málsókn á hendur Baldoni sem tekin var upp 31. desember sakar Lively meðleikara sinn um kynferðislega áreitni og tilraun til að eyðileggja orðspor hennar í kjölfarið.

Lögfræðinga greinir á um myndbandið

Myndbandið sýnir Baldoni halla sér ítrekað að Lively, reyna að kyssa hana, kyssa hana á ennið og nudda andliti sínu við munn og háls hennar, renna þumalfingri yfir varir hennar, strjúka henni og segja henni hversu vel hún lyktar. Baldoni var ekki einungis meðleikari Lively heldur einnig leikstjóri myndarinnar og því yfirmaður hennar.

Lögfræðiteymi Lively segir hana hafa hallað sér undan og beðið ítrekað um að persónur þeirra töluðu í stað að sýna of mikla nánd.

„Sérhver kona sem hefur verið snert á óviðeigandi hátt á vinnustað mun kannast við vanlíðan fröken Lively,“ segja lögfræðingar hennar einnig. Þeir gagnrýna Baldoni fyrir að reyna að afvegleiða almenning með því að birta myndbandið í fjölmiðlum en ekki fyrir dómi og að þetta sé hluti af ófrægingarherferð hans í garð Lively.

Myndbandið sem um ræðir er hluti af senu úr kvikmyndinni og segja lögfræðingar Baldonis að atriðið fjalli um þegar þessar tvær persónur verða ástfangnar, að báðir leikarar hagi sér af fagmennsku innan ramma atriðsins.

Myndbandið eigi þess vegna að draga úr sannleiksgildi ásakana Lively á hendur Baldoni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar