Bandaríski leikarinn David Schwimmer, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Ross Geller í gamanþáttaröðinni Friends, er sagður vera kominn með nýja kærustu.
Sú heppna heitir Eliana Jolkovsky og er 29 ára gömul. Hún leggur stund á nám í læknisfræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles.
Schwimmer, 58 ára, og Jolkovsky sáust njóta kvöldverðar á veitingastaðnum Spago í Beverly Hills nú á dögunum. Leikarinn pantaði bíl á vegum Uber að loknum kvöldverði og opnaði bílhurðina, eins og sönnum herramanni sæmir, fyrir Jolkovsky, áður en hann tyllti sér við hlið hennar.
Schwimmer, sem fer með hlutverk í þáttaröðinni Goosebumps um þessar mundir, var kvæntur bresku listakonunni Zoë Buckman á árunum 2010 til 2017 og á með henni 15 ára gamla dóttur.