Harry fær tvo milljarða í bætur

Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur.
Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur. AFP/Ben Stansall

Harry Bretaprins og út­gáfu­fyr­ir­tæki Rupert Mur­dochs, News Group New­spa­pers (NGN), hafa náð sátt­um eft­ir ára­löng mála­ferli. Fyr­ir­tæki Mur­dochs hef­ur beðið Harry af­sök­un­ar og fær hann tæpa tvo millj­arða króna í bæt­ur frá fyr­ir­tæk­inu. 

Málið má rekja aft­ur til árs­ins 2019 en þá höfðaði Harry mál gegn NGN fyr­ir að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs hans með meint­um sím­hler­un­um og ólög­mæt­um upp­lýs­inga­öfl­un­um blaðamanna og einka­spæj­ara sem unnu fyr­ir The Sun á ár­un­um 1996-2011. 

Sætt­ir náðust rétt áður en rétt­ar­höld áttu að hefjast í mál­inu. 

Rupert Murdoch eigandi NGN.
Rupert Mur­doch eig­andi NGN. AFP/​Jewel Samad

Í yf­ir­lýs­ingu sem NGN sendi frá sér vegna máls­ins er Harry beðinn „full­kom­lega og ótví­rætt af­sök­un­ar á al­var­leg­um inn­grip­um The Sun í einka­líf hans á ár­un­um 1996 til 2011, þar á meðal þeim brot­um sem einka­spæj­ar­ar á veg­um The Sun frömdu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem fyr­ir­tækið viður­kenn­ir að hafa farið ólög­mæt­ar leiðir til að afla upp­lýs­inga en NGN hef­ur staðið í fjöl­mörg­um mála­ferl­um við stjórn­mála­menn og fræga ein­stak­linga vegna sím­hler­ana og ólög­legr­ar upp­lýs­inga­öfl­un­ar. 

Sig­ur þeirra sem gáf­ust ekki upp

Dav­id Sher­bo­ne, lögmaður Harrys í mál­inu, ræddi við fjöl­miðla fyr­ir utan dóms­húsið þar sem rétt­ar­höld­in áttu að fara fram. Hann sagði sig­ur­inn sögu­leg­an og end­ur­spegla þraut­seigju þeirra sem gáf­ust ekki upp. 

Lögmaður Harry ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið þar sem …
Lögmaður Harry ræddi við fjöl­miðla fyr­ir utan dóms­húsið þar sem rétt­ar­höld­in áttu að fara fram. AFP/​Benjam­in Cremel

NGN baðst einnig af­sök­un­ar á að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs móður Harrys, Díönu prins­essu. 

„NGN biður her­tog­ann enn frem­ur af­sök­un­ar á hvaða áhrif yf­ir­grips­mik­il um­fjöll­un [miðla NGN] og brot á friðhelgi einka­líf hans og einka­líf Díönu, prins­essu af Wales, móður hans heit­inn­ar, einkum á hans yngri árum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá NGN. 

Sátt­in kom að ein­hverju leyti á óvart en Harry hafði áður sagt að mark­miðið með mála­ferl­un­um væri að varpa ljósi á hvaða aðferðir fjöl­miðill­inn notaði til að afla upp­lýs­inga. 

BBC 

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannarlega skilið að gera þér glaðan dag. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannarlega skilið að gera þér glaðan dag. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver