Harry fær tvo milljarða í bætur

Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur.
Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur. AFP/Ben Stansall

Harry Bretaprins og út­gáfu­fyr­ir­tæki Rupert Mur­dochs, News Group New­spa­pers (NGN), hafa náð sátt­um eft­ir ára­löng mála­ferli. Fyr­ir­tæki Mur­dochs hef­ur beðið Harry af­sök­un­ar og fær hann tæpa tvo millj­arða króna í bæt­ur frá fyr­ir­tæk­inu. 

Málið má rekja aft­ur til árs­ins 2019 en þá höfðaði Harry mál gegn NGN fyr­ir að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs hans með meint­um sím­hler­un­um og ólög­mæt­um upp­lýs­inga­öfl­un­um blaðamanna og einka­spæj­ara sem unnu fyr­ir The Sun á ár­un­um 1996-2011. 

Sætt­ir náðust rétt áður en rétt­ar­höld áttu að hefjast í mál­inu. 

Rupert Murdoch eigandi NGN.
Rupert Mur­doch eig­andi NGN. AFP/​Jewel Samad

Í yf­ir­lýs­ingu sem NGN sendi frá sér vegna máls­ins er Harry beðinn „full­kom­lega og ótví­rætt af­sök­un­ar á al­var­leg­um inn­grip­um The Sun í einka­líf hans á ár­un­um 1996 til 2011, þar á meðal þeim brot­um sem einka­spæj­ar­ar á veg­um The Sun frömdu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem fyr­ir­tækið viður­kenn­ir að hafa farið ólög­mæt­ar leiðir til að afla upp­lýs­inga en NGN hef­ur staðið í fjöl­mörg­um mála­ferl­um við stjórn­mála­menn og fræga ein­stak­linga vegna sím­hler­ana og ólög­legr­ar upp­lýs­inga­öfl­un­ar. 

Sig­ur þeirra sem gáf­ust ekki upp

Dav­id Sher­bo­ne, lögmaður Harrys í mál­inu, ræddi við fjöl­miðla fyr­ir utan dóms­húsið þar sem rétt­ar­höld­in áttu að fara fram. Hann sagði sig­ur­inn sögu­leg­an og end­ur­spegla þraut­seigju þeirra sem gáf­ust ekki upp. 

Lögmaður Harry ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið þar sem …
Lögmaður Harry ræddi við fjöl­miðla fyr­ir utan dóms­húsið þar sem rétt­ar­höld­in áttu að fara fram. AFP/​Benjam­in Cremel

NGN baðst einnig af­sök­un­ar á að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs móður Harrys, Díönu prins­essu. 

„NGN biður her­tog­ann enn frem­ur af­sök­un­ar á hvaða áhrif yf­ir­grips­mik­il um­fjöll­un [miðla NGN] og brot á friðhelgi einka­líf hans og einka­líf Díönu, prins­essu af Wales, móður hans heit­inn­ar, einkum á hans yngri árum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá NGN. 

Sátt­in kom að ein­hverju leyti á óvart en Harry hafði áður sagt að mark­miðið með mála­ferl­un­um væri að varpa ljósi á hvaða aðferðir fjöl­miðill­inn notaði til að afla upp­lýs­inga. 

BBC 

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú munt sennilega gera góð kaup ef þú fylgir innsæi þínu í dag. Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er ekki eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú munt sennilega gera góð kaup ef þú fylgir innsæi þínu í dag. Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er ekki eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver