Harry fær tvo milljarða í bætur

Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur.
Harry og NGN náðu sáttum eftir 6 ára deilur. AFP/Ben Stansall

Harry Bretaprins og útgáfufyrirtæki Rupert Murdochs, News Group Newspapers (NGN), hafa náð sáttum eftir áralöng málaferli. Fyrirtæki Murdochs hefur beðið Harry afsökunar og fær hann tæpa tvo milljarða króna í bætur frá fyrirtækinu. 

Málið má rekja aftur til ársins 2019 en þá höfðaði Harry mál gegn NGN fyrir að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með meintum símhlerunum og ólögmætum upplýsingaöflunum blaðamanna og einkaspæjara sem unnu fyrir The Sun á árunum 1996-2011. 

Sættir náðust rétt áður en réttarhöld áttu að hefjast í málinu. 

Rupert Murdoch eigandi NGN.
Rupert Murdoch eigandi NGN. AFP/Jewel Samad

Í yfirlýsingu sem NGN sendi frá sér vegna málsins er Harry beðinn „fullkomlega og ótvírætt afsökunar á alvarlegum inngripum The Sun í einkalíf hans á árunum 1996 til 2011, þar á meðal þeim brotum sem einkaspæjarar á vegum The Sun frömdu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið viðurkennir að hafa farið ólögmætar leiðir til að afla upplýsinga en NGN hefur staðið í fjölmörgum málaferlum við stjórnmálamenn og fræga einstaklinga vegna símhlerana og ólöglegrar upplýsingaöflunar. 

Sigur þeirra sem gáfust ekki upp

David Sherbone, lögmaður Harrys í málinu, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöldin áttu að fara fram. Hann sagði sigurinn sögulegan og endurspegla þrautseigju þeirra sem gáfust ekki upp. 

Lögmaður Harry ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið þar sem …
Lögmaður Harry ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöldin áttu að fara fram. AFP/Benjamin Cremel

NGN baðst einnig afsökunar á að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs móður Harrys, Díönu prinsessu. 

„NGN biður hertogann enn fremur afsökunar á hvaða áhrif yfirgripsmikil umfjöllun [miðla NGN] og brot á friðhelgi einkalíf hans og einkalíf Díönu, prinsessu af Wales, móður hans heitinnar, einkum á hans yngri árum,“ segir í tilkynningunni frá NGN. 

Sáttin kom að einhverju leyti á óvart en Harry hafði áður sagt að markmiðið með málaferlunum væri að varpa ljósi á hvaða aðferðir fjölmiðillinn notaði til að afla upplýsinga. 

BBC 

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar