Uppselt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar

Alls eru tíu lög skráð til leiks.
Alls eru tíu lög skráð til leiks. Samsett ljósmynd/RÚV

Uppselt er á úrslitakvöld Söngvakeppninnar þann 22. febrúar. Miðasala á viðburði keppninnar hófst í gærmorgun en fyrri undanúrslitakvöldið fer fram 8. febrúar og það síðara 15. febrúar. 

Alls eru tíu lög sem taka þátt í keppninni í ár. 

Líkt og fyrr segir eru tvær undanúrslitakeppnir þar sem fimm lög keppast um að komast áfram í úrslitakvöldið. Þrjú lög komast áfram hvort kvöldið og munu því sex lög eigast við þegar framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið. 

Allir viðburðir Söngvakeppninnar fara fram í kvikmyndaveri RVK studios í Gufunesi. Gunni og Felix munu hita upp áhorfendur í sal auk annarra skemmtiatriða. 

Á úrslitakvöldinu muni erlend Eurovision-stjarna troða upp, að því er segir í tilkynningu frá RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar