SZA kemur fram með Kendrick á Ofurskálinni

SZA og Lamar hafa gefið út nokkur vinsæl lög saman.
SZA og Lamar hafa gefið út nokkur vinsæl lög saman. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan SZA mun troða upp með rapparanum Kendrick Lamar á hálfleikstónleikum Ofurskálar NFL-deildarinnar í New Orleans í næsta mánuði.

Frá þessu er greint í nýrri stiklu fyrir Ofurskálina þar sem má sjá rapparann ganga um á fótboltavelli og tala í símann um mögulega gesti fyrir atriðið þegar SZA gengur aftan að honum og skvettir fötu af vatni yfir hann. 

SZA og Lamar hafa gefið út nokkur lög í gegnum tíðina. Á meðal þeirra er lagið luther sem er á nýútgefinni plötu Lamars, GNX, en lagið er það vinsælasta á plötunni. 

Þá hafa þau einnig gefið út lagið All the Stars sem var tilnefnt til Grammy- og Óskarsverðlauna árið 2022 fyrir besta frumsamda lagið fyrir kvikmyndina Black Panther. 

Þykir mikill heiður að koma fram

Það þykir mikill heiður að koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar og er iðulega mikil spenna fyrir því hver muni troða upp. Á meðal þeirra sem hafa komið fram eru Paul McCartney, Beyonce, Michael Jackson og Madonna. 

R&B-söngvarinn Usher tróð upp á tónleikunum á síðasta ári og Rihanna árið á undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar