Íslendingar láta ljós sitt skína á TikTok þar sem hugmyndaauðgi, húmor og óvæntar uppákomur halda áhorfendum við skjáinn. Hér er yfirlit yfir það sem vakti áhuga hjá fólki í vikunni.
Handboltalandslið Íslands hefur þakkað stuðningsmönnum sínum fyrir ómetanlegan stuðning eftir glæsilegan sigur á móti Egyptalandi í milliriðli á HM.
@hsiiceland Let’s go TikTok!!! #w #worldcup #iceland #letsgo ♬ original sound - HSI Iceland Handball
Brotist var inn á skrifstofu Bergþórs Mássonar, bróður Snorra Mássonar. Þjófurinn virtist hafa ákveðinn smekk fyrir því sem hann tók. Að sögn Bergþórs var aðeins stolið tveimur hlutum, þar af er annar enn ófundinn.
@bm1995amorfati brotist inn á skrifstofuna - innbrotsþjófur með vision - guð blessi hann
♬ Chopin Nocturne No. 2 Piano Mono - moshimo sound design
Teboðsvinkonurnar Birta Líf Ólafsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir skelltu sér í Hlöllabát, en að sögn Birtu Lífar er Hlöllabátur ein af hennar helstu óléttuþráum.
@tebodid Replying to @𝐕𝐀𝐋𝐃𝐈𝐒✨ ♬ original sound - Teboðið
Logi Páll Aðalsteinnsson, sem er einn af lykilmönnum á bakvið hljómsveitinna Hubba Bubba hljómsveitarinnar, gerir kaldhæðnislegt grín að því hvernig konur í samböndum geta hagað sér þegar þær eru pirraðar.
@logipall9 Veit ekki ennþá afh hann var pirraður @Hr.Bman #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - Logi Páll
Útvarpsmaðurinn Sebastían Óli deildi skemmtilegu myndbandi á TikTok þar sem hann léttir lundina með því að gera grín að því hvernig mömmur geta brugðist við þegar þær þurfa að bíða eftir því að afkvæmin komi sér að verki.
@sebastianoli15 Þær vilja að þetta sé gert um leið #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - LilBasti
Selma Friðriksdóttir klæðist lululemon-jakka með hlébarðamynstri sem hefur farið eins og eldur um sinu á TikTok. Í myndbandi sínu segist hún búa í landi þar sem fólk kunni ekki að meta hversu sérstakur jakkinn er.
@selmafridriksdottir #lululemon is my pride and joy #workout #fyp #íslenskt #fyrirþig ♬ original sound - Abbie M x
Bandaríski áhrifavaldurinn Soda Akhtar vakti athygli þegar hann deildi reynslu sinni af því að smakka íslenskt sushi á hinu einstaka náttúruundri, Reynisfjöru.
@sodakhtar the british were heckling me while i filmed this #foodreview ♬ original sound - sod akhtar