Bubbi lenti í leiðinlegu atviki: „Öskraði úr sér lungun á hundinn“

Bubbi og Lúna.
Bubbi og Lúna. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Kristinsson Morthens, betur þekktur sem Bubbi Morthens, lenti í leiðindaatviki þegar hann var á göngu með hundinn sinn, hana Lúnu, fyrr í dag.

Bubbi greindi frá atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi.

Í færslunni segir Bubbi ólalausan mjóhund hafa komið æðandi að sér og Lúnu, en hundurinn var hluti af hópi fimm hunda, allir ólalausir, sem ungur maður var með á göngu.

Bubbi segir unga manninn ekki hafa haft neina stjórn á hundinum sem hafi stokkið upp um hann og hrætt Lúnu. Þegar Bubbi sagði manninum að það væri óásættanlegt að hafa hunda á lausagöngu þá hafi hann brugðist illa við og sagt Bubba að róa sig á meðan hann öskraði úr sér lungun á hundinn.

Bubbi endaði færsl­una á því að hvetja hunda­eig­end­ur til að hafa hund­ana sína í ól.

Bubbi og Lúna eru mikl­ir fé­lag­ar og fara mikið í göngu­túra í kring­um Gróttu. Tón­list­armaður­inn birt­ir reglu­leg­a mynd­ir á In­sta­gram frá göngu­túr­um þeirra í nátt­úr­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar