Ekkert var til sparað á sjö ára afmælinu

Henni er margt til lista lagt henni Kim Kardsashian og …
Henni er margt til lista lagt henni Kim Kardsashian og hún kann sko að halda upp á afmæli barnanna sinna. ETIENNE LAURENT/AFP

Í gær hélt Kim Kardashian upp á sjö ára afmæli dóttur þeirra Kanye West, Chicago, með kúrekaþema og glæsileika. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún heldur öfundsvert afmæli fyrir barnið sitt enda ekki þekkt fyrir annað en að gera hlutina með pompi og prakt.

Afmælisbarnið klæddist hvítri kögurskyrtu með áletruninni „Chicago West“ á bakinu. Í stíl við skyrtuna bar hún hvítan kúrekahatt og klæddist hvítum og drapplituðum kögurbuxum. Í Instagram-sögu Kardashian sýnir dóttir hennar fötin undir laginu Texas Hold 'Em með Beyoncé.

Yngri bróðir Chicago, Psalm sem er fimm ára, birtist einnig á mynd ásamt frænda sínum Tatum, tveggja ára, syni Khloé Kardashian.

Svo var það vitaskuld drottningin sjálf, Kim Kardashian, sem klæddist svörtu leðri í tilefni dagsins, með kúrekahatt og í fráhnepptri skyrtu. 

Umgjörðin var hin glæsilegasta en í stuttu myndskeiði sýnir hún frá langborði með bleikum dúk skreyttum blómum og í stað stóla voru heybaggar með bleikri ábreiðu. Afmæliskakan sjálf var kúrekastígvél með aldri Chicago og nafni hennar.

People

Chicago West dansar við lagið Texas Hold 'Em með Beyoncé.
Chicago West dansar við lagið Texas Hold 'Em með Beyoncé. Skjáskot/Instagram
Nafnið hennar áletrað aftan á skyrtuna.
Nafnið hennar áletrað aftan á skyrtuna. Skjáskot/Instagram
Allir gestir afmælisveislunnar voru í kúrekaþema.
Allir gestir afmælisveislunnar voru í kúrekaþema. Skjáskot/Instagram
Kim Kardashian passaði sig vitaskuld á því að vera nógu …
Kim Kardashian passaði sig vitaskuld á því að vera nógu kynþokkafull í tilefni dagsins. Skjáskot/Instagram
Psalm sem er fimm ára birtist einnig á mynd ásamt …
Psalm sem er fimm ára birtist einnig á mynd ásamt frænda sínum Tatum, tveggja ára, syni Khloé Kardashian. Skjáskot/Instagram
Fráhneppt skyrta er skilyrði í barnaafmæli.
Fráhneppt skyrta er skilyrði í barnaafmæli. Skjáskot/Instagram
Kakan er glæsileg.
Kakan er glæsileg. Skjáskot/Instagram
Skemmtilegt afmælisborðið og heybaggastólar.
Skemmtilegt afmælisborðið og heybaggastólar. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjartsýni er mikilvægur þáttur í lífssýn þinni. Félagslegt flæði skapar frábær, ef ekki ótrúleg, tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjartsýni er mikilvægur þáttur í lífssýn þinni. Félagslegt flæði skapar frábær, ef ekki ótrúleg, tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar