Trans leikkona biðst afsökunar á umdeildum færslum

Karla Sofía Gascón.
Karla Sofía Gascón. AFP/JC Olivera

Spænsk-mexíkóska leikkonan Karla Sofía Gascón, sem hlaut á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í hinni margtilnefndu mynd Jacques Audiard, Emiliu Pérez, hefur beðist afsökunar á gömlum færslum sem hún birti á samfélagsmiðlinum X, áður þekkt sem Twitter.

Þar skrifaði hún fyrir einhverjum árum síðan færslur þar sem hún meðal annars móðgaði múslima og talaði illa um George Floyd heitinn.

Blaðakonan Sarah Hagi vakti athygli á þessum umdeildu færslum leikkonunnar á samfélagsmiðlum á fimmtudag og vakti færsla hennar mikla athygli.

„Það er alveg hreint ótrúlegt að Karla Sofía Gascón skuli enn þá vera með þessi „tíst“ sýnileg. Ég hef aldrei séð „tíst“ af þessu tagi hjá einhverjum sem er að berjast fyrir því að vinna til Óskarsverðlauna,” skrifaði Hagi við skjáskot af færslum leikkonunnar.

Gascón, sem er fyrsta trans manneskjan til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í 96 ára sögu hátíðarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á orðum sínum.

„Sem einstaklingur sem tilheyrir jaðarhópi, þekki ég vel þessa þjáningu. Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið. Allt mitt líf hef ég barist fyrir betri heimi.

Ég trúi því að ljósið muni ávallt sigra myrkrið,“ sagði leikkonan. 

Gascón, 52 ára, kom út úr skápn­um sem trans árið 2016 og gekkst und­ir kyn­leiðrétt­ingu tveim­ur árum seinna.

Em­ilia Pér­ez, sem fjall­ar um lög­fræðing­inn Ritu sem aðstoðar hátt­sett­an glæpa­for­ingja við að und­ir­gang­ast kyn­skipti, hef­ur vakið mikla at­hygli og var meðal ann­ars val­in besta mynd­in í flokki gam­an- og söng­leikja­mynda á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni fyrr í mánuðinum.

Gascón flutti til­finn­ingaþrungna ræðu til stuðnings trans fólki á hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup