Vikan á TikTok hefur verið viðburðarík! Eldsvoði, norðurljósadýrð, flutningar og ný tónlist – hér eru helstu íslensku TikTok-myndböndin sem vöktu athygli í vikunni.
Júnía Lín Jónsdóttir, tvíburasystir Laufeyjar, eldar kínverskan mat á íslensku. Hún er vön að búa til efni á ensku, svo þetta var skemmtileg tilbreyting sem áhorfendur tóku vel í. Myndbandið hefur nú fengið yfir 400.000 áhorf.
@juniajons Cooking my Chinese dinner in Icelandic 🇮🇸🇮🇸
♬ Club Penguin Pizza Parlor - Cozy Penguin
Sem betur fer hafa engin slys orðið á fólki.
@monsaskonsa1 Bruuuuuh literally what the flip
♬ original sound - ˚୨୧⋆。˚ ⋆
Lísa Falsdóttir flutti með fjölskyldu sinni frá New York til Kaliforníu, en ferðalagið gekk ekki alveg eins og hún hafði vonast til.
@lovisafalsdottir Flutningadagurinn langi 🫠 Endaði ekki alveg nógu vel 🥲 #fyp #íslenska #foryou #flutningar #fyrirþig #íslenskt #mömmutok #vlog #california ♬ milky way - Leo Yoshino
Ása Steinarsdóttir deilir mögnuðu myndbandi af norðurljósunum sem dönsuðu á íslenska himninum þann 1. janúar. Hún lýsir upplifuninni sem ógleymanlegri og segir ljósasýninguna hafa verið betri en nokkur flugeldasýning.
@asasteinars I couldn’t believe it 💕 Green, Pink and Red northern lights on the first day of the year in Iceland. 1st.January, 2025. 🥹✨ Wowwwww 😭 Better than any firework show. I hope you’re feeling optimistic towards the new year. Maybe this year is about moving forward in ways that feel right, not rushed 🙏🏼 I have a good feeling about 2025 💕 If you’re looking for seeing the northern lights this year, this might be your sign to join us at @vanlife_iceland Northern Lights Week next September 🚌☺️🙏🏼 #Iceland #Vanlife #northernlights #auroraborealis #icelandnorthernlights ♬ suono originale - swami
Tónlistarmaðurinn Ísleifur Atli Matthíasson, betur þekktur sem ISSI, gefur forsmekk af nýja laginu sínu „Gleyma“, sem kemur út á föstudaginn með tónlistarmanninum Valdimar Guðmundssyni.
@ungurissi “Gleyma” feat. Valdimar Guðmundsson kemur út eftir 3 daga 🆙
♬ Gleyma310125 - ISSI
Teboðsvinkonurnar Birta Líf Ólafsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir hafa loksins fengið draumaísskápinn sinn! Hann er bleikur, alveg eins og hlaðvarpsstúdíóið þeirra, og passar fullkomlega inn.
@tebodid UNBOXING DRAUMA ÍSSKÁPINN OKKAR💝🎀💕 | samstarf
♬ Crystal Waters Gypsy Woman (Live) - Dj djacky mix
Leikkonurnar Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir sýna listir sínar á TikTok og koma með alvöru hvatningu!