Söngkonan Taylor Swift var tilnefnd til sex Grammy-verðlauna en fór að þessu sinni tómhent heim. Hefði Swift hreppt verðlaunin fyrir The Tortured Poets Department, sem kom út í fyrra, hefði það verið fimmti sigur hennar fyrir plötu ársins.
Hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins árið 2010 fyrir Fearless, 2016 fyrir 1989, 2021 fyrir Folklore og 2024 fyrir Midnights.
Þá hefði hún orðið fyrsti tónlistarmaðurinn að sigra flokkinn fimm sinnum.
Í ár laut Swift hins vegar í lægra haldi fyrir söngkonunni Beyoncé Knowles sem hlaut verðlaunin fyrir plötu sína Cowboy Carter.
Milljarðamæringurinn Swift hefur hlotið alls fjórtán Grammy-verðlaun á ferlinum. Lag hennar Fortnight var tilnefnt sem lag ársins, plata ársins og tónlistarmyndband ársins. Þá voru þær Gracie Adams tilnefndar sem besta popp-dúóið fyrir lagið Us.