Taylor Swift „tómhent“ heim

Taylor Swift tilkynnti um siguvegara í flokki bestu kántríplötunnar á …
Taylor Swift tilkynnti um siguvegara í flokki bestu kántríplötunnar á 67. Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles nú um helgina. AMY SUSSMAN/AFP

Söngkonan Taylor Swift var tilnefnd til sex Grammy-verðlauna en fór að þessu sinni tómhent heim. Hefði Swift hreppt verðlaunin fyrir The Tortured Poets Department, sem kom út í fyrra, hefði það verið fimmti sigur hennar fyrir plötu ársins.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins árið 2010 fyrir Fearless, 2016 fyrir 1989, 2021 fyrir Folklore og 2024 fyrir Midnights

Þá hefði hún orðið fyrsti tónlistarmaðurinn að sigra flokkinn fimm sinnum.

Í ár laut Swift hins vegar í lægra haldi fyrir söngkonunni Beyoncé Knowles sem hlaut verðlaunin fyrir plötu sína Cowboy Carter.

Milljarðamæringurinn Swift hefur hlotið alls fjórtán Grammy-verðlaun á ferlinum. Lag hennar Fortnight var tilnefnt sem lag ársins, plata ársins og tónlistarmyndband ársins. Þá voru þær Gracie Adams tilnefndar sem besta popp-dúóið fyrir lagið Us.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar