Tónlistarmaðurinn og þrettánfaldi Grammy-verðlaunahafinn, Babyface, mætti til Grammy-verðlaunanna á sunnudagskvöld. Á rauða dreglinum var hann í miðju viðtali við blaðakonur Associated Press þegar önnur þeirra kallaði í Chappel Roan á meðan á viðtalinu stóð.
Myndbandið sýnir þegar Babyface er í viðtali við blaðakonurnar Leslie Ambriz og Krystu Fauriu. Í miðju svari við spurningu Ambriz er hann truflaður þegar Fauria kallar á söngkonuna Chappel Roan, sem stendur í návígi við hann. Þegar söngvarinn áttar sig á að blaðakonurnar vilji heldur tala við Roan lýkur hann viðtalinu og gengur í burtu.
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um athæfið er Kardashian-systirin Khloé. „Það er svo vanvirðandi hvernig komið er fram við Babyface í þessu viðtali. Hann hefur haft svo mikil áhrif á tónlistariðnaðinn, á svo marga vegu. Það er brjálæðislegt að sjá goðsögnina vanvirta á þennan hátt,“ tísti Kardashian.
Blaðakonan Krysta Fauria hefur nú beðist afsökunar á þessu vanvirðandi athæfi.
— media (@ENTplus_) February 2, 2025