Einkamál höfðað á hendur Íslandsvininum Neil Gaiman

​Metsöluhöfundurinn Neil Gaiman hefur samið fjölda heimsþekktra verka á borð …
​Metsöluhöfundurinn Neil Gaiman hefur samið fjölda heimsþekktra verka á borð við Coraline og The Sandman teiknimyndasögurnar. mbl.is/Ásdís

Ákærandi höfðar einkamál á hendur metsöluhöfundinum Neil Gaiman vegna nauðgunar, kynferðisofbeldis og mansals. Barnfóstran Scarlett Pavlovich sakar Gaiman um kynferðisofbeldi og fyrrverandi eiginkonu hans, Amöndu Palmer, um þátttöku í ofbeldinu.

Pavlovich, sem er frá Nýja-Sjálandi, segir ofbeldið hafa oft og ítrekað átt sér stað þegar hún starfaði á heimili þeirra Gaimans og Palmers. Pavlovich hefur áður komið fram undir nafni í viðtali við New York Magazine í janúar.

Með meintri þátttöku sinni á Palmer að hafa útvegað Gaiman Pavlovich svo hann gæti misnotað hana, líkt og fram kemur í The Guardian.

Hefur neitað ásökununum

Gaiman er höfundur verka á borð við Coraline og The Sandman teiknimyndasagnanna. Hann er búsettur í Wisconsin, en lögfræðingar Pavlovich eru óvissir um hvort Palmer sé skráð í Massachusetts eða New York.

Palmer og Gaiman hafa verið í hjónabandi síðan 2011 en standa í skilnaðarferli um þessar mundir. Þau eiga eitt barn saman.

Gaiman hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér og sagði m.a. í opinberri yfirlýsingu: „Ég er langt því frá að vera fullkominn en ég hef aldrei verið þátttakandi í ósamþykktu kynlífsathæfi með nokkurri manneskju. Aldrei.“

Palmer hefur aftur á móti neitað að tjá sig um málið og beðið um að vera látin í friði.

Veitt „skjól“ á heimili Palmers og Gaimans

Pavlovich segist í ákærunni hafa verið heimilislaus og hafst við á strönd þegar hún hitti Palmer í Auckland á Nýja-Sjálandi árið 2020. Þá var Pavlovich 22 ára.

Palmer á að hafa boðið Pavlovich til heimilis þeirra hjóna á Waiheke-eyju. Í fyrstu hafi Pavlovich sinnt ýmsum erindum fyrir heimilið og passað son þeirra hjóna og síðar orðið barnfóstra heimilisins í föstu starfi. 

Samkvæmt ákæru á Gaiman fyrst að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi í febrúar 2022. Pavlovich hélt áfram að starfa fyrir hjónin vegna þess að hún var blönk og heimilislaus. Þá á Gaiman einnig að hafa sagst myndu hjálpa henni með frama hennar á ritvellinum.

Pavlovich segist einnig hafa sagt Palmer frá ofbeldi Gaimans gagnvart sér en að Palmer svaraði því að fjöldi kvenna hefði áður sagt henni að rithöfundurinn misnotaði þær. Ofbeldið stoppaði ekki fyrr en Pavlovich sagðist myndu fremja sjálfsvíg. Eftir það hafi hún farið af heimilinu og orðið heimilislaus aftur. Gaiman hafi þó að endingu aðstoðað hana með leigu í nokkra mánuði og borgað henni laun fyrir að gæta barnsins þeirra. 

Pavlovich segir að Palmer hafi vitað um kynferðislegar þrár Gaimans og kynnt sig sérstaklega fyrir eiginmanni sínum í því yfirskyni að hann fengi að misnota hana. Hún fer fram á sjö milljónir dollara í skaðabætur.

Fleiri konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Gaiman á borð við þessar frá Pavlovich.

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar