Grét eftir sigur Beyoncé

Billie og Beyoncé á Grammy-hátíðinni.
Billie og Beyoncé á Grammy-hátíðinni. Samsett mynd

Beyoncé og Billie Eilish voru báðar tilnefndar í flokki plötu ársins á Grammy-hátíðinni, þar sem Beyoncé hlaut að lokum verðlaunin fyrir plötuna Cowboy Carter.

Billie Eilish, sem fór inn í hátíðina með sjö tilnefningar, stóð uppi verðlaunalaus þegar úrslitin voru tilkynnt. Tárin sem sáust í augum hennar vöktu strax ýmsar getgátur á samfélagsmiðlum, þar sem sumir töldu að hún hefði verið miður sín yfir tapinu, á meðan aðrir álitu að hún hefði einfaldlega fellt tár af gleði og virðingu fyrir Beyoncé. 

Erfið keppni

Beyoncé, sem er talin mesta Grammy-stjarna allra tíma, hafði aldrei fyrr unnið í þessum flokki þrátt fyrir 99 tilnefningar í gegnum árin. Í sigurræðu sinni sagðist Beyoncé finnast hún „heiðruð og full af þakklæti“ og sagði að baráttan að þessum sigri hefði tekið langan tíma. 

Eilish, 23 ára, var tilnefnd fyrir plötu sína Hit Me Hard and Soft, sem innihélt meðal annars lagið BIRDS OF A FEATHER sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs. Að lokum var það þó Beyoncé sem fór með sigur af hólmi, en túlkanir á tárum Billie Eilish halda áfram að rata um netheima.

Hér fyrir neðan má sjá brot af viðbrögðum Billie Eilish yfir Grammy-verðlaunahátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar