Bestu kvikmyndir Miu Farrow

Mia Farrow verður áttræð þann 9. febrúar.
Mia Farrow verður áttræð þann 9. febrúar. ANWAR AMRO/AFP

Hollywood-táknið og leikkonan Mia Farrow, eða Maria de Lourdes Villiers Farrow, verður áttræð 9. febrúar. Af því tilefni tók The Guardian saman tuttugu bestu kvikmyndir sem hún hefur leikið í og raðaði þeim upp eftir vinsældum.

Kvikmyndir í 6.-20. sæti

  • 20. Avalanche (1978)
  • 19. John and Mary (1969)
  • 18. The Omen (2006)
  • 17. September (1987)
  • 16. A Midsummer Night's Sex Comedy (1982)
  • 15. Alice (1990)
  • 14. Death on the Nile (1978)
  • 13. Crimes and Misdemeanors (1989)
  • 12. Full Circle (1977)
  • 11. A Dandy in Aspic (1968)
  • 10. Another Woman (1988)
  • 9. Blind Terror (9171)
  • 8. Husbands and Wives (1992)
  • 7. The Great Gatsby (1974)
  • 6. Zelig (1983)
Mia Farrow í Peyton Place, þáttum sem komu henni á …
Mia Farrow í Peyton Place, þáttum sem komu henni á kortið í Hollywood. Skjáskot/Youtube

Kvikmyndir í 1.-5. sæti

5. Secret Ceremony (1968)

Hjónaband Farrow og Frank Sinatra lék á reiðiskjálfi þegar hún skellti á sig hárkollu og tók að sér hlutverk hinnar dökkhærðu og óstöðugu Cenci í melódrama kvikmynd Joseph Losey. Elizabeth Taylor leikur vændiskonu sem gerist staðgöngumóðir fyrir Cenci. Robert Mitchum leikur óþægilegan frænda. Myndin var á sínum tíma algjört „flopp“ en hefur þó áunnið sér aðdáendahóp í gegnum árin.

4. Hannah and Her Sisters (1986)

Ein af fullkomnustu kvikmyndum Woody Allen, kvikmyndaframleiðanda, leikara og fyrrum maka Farrow (1980-1992), líkt og segir í The Guardian. Myndin hverfist um Farrow sem leikur húsmóður sem telur sig hafa fulla stjórn á fjölskyldunni á þakkargjörðarhátíðinni, ómeðvituð um að eiginmaður hennar (Michael Caine) þráir systur hennar. Farrow var á þeim tíma sem hún lék í myndinni sjálf upptekin af að ala upp og ættleiða börn, mörg hver með Allen sjálfum.

3. Broadway Danny Rose (1984)

Önnu kvikmynd Allen þar sem Farrow leikur aðalhlutverk, mafíósaeiginkonu og ekkju sem á í ástarsambandi við söngvara eða „lounge singer“. Gamanmyndin sýndi óneitanlega að Farrow bjó yfir meiru en þeim furðulegu persónum sem hún hafði leikið, af og til, síðan Peyton Place (1964).

Mia Farrow og Woody Allen í Broadway Danny Rose.
Mia Farrow og Woody Allen í Broadway Danny Rose. Skjáskot/Youtube

2. The Purple Rose of Cairo (1985)

Allen útvegaði Farrow sitt hjartnæmasta hlutverk í þessari ljúfsáru og rómantísku fantasíumynd. Lítilláta þjónustustúlkan, sem Farrow leikur, leitast við að forðast ömurlegt hjónaband sitt með því að fara í bíó. Einn daginn stígur aðalleikarinn út úr kvikmyndaskjánum og nær til hennar í raunheimum.

1. Rosemary's Baby (1968)

Eitt af meistaraverkum Romans Polanskis, gert eftir skáldsögu Ira Levin. Farrow leikur aðalhlutverkið í myndinni, kaþólska eiginkonu sem neyðist til að eiga barn djöfulsins. Þegar Farrow fékk hlutverkið var hún þegar orðin risanafn í Hollywood, bæði fyrir hlutverk sitt í Peyton Place og fyrir hjónaband hennar og Sinatra sem endaði með skilnaðarpappírum á tökustað. The Guardian segir Rosemary's Baby eina bestu hryllingsmynd allra tíma. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal