Söngkonan Beyoncé gaf út plötuna Cowboy Carter á síðasta ári sem var undir áhrifum vestursins. Kántríplata Beyoncé hlaut þrenn Grammy-verðlaun á 67. Grammy-verðlaunahátíðinni sem fór fram 2. febrúar í Los Angeles.
Houston í Texas, sem er heimaborg Beyoncé, hefur löngum verið tengd við hvíta kúreka.
„Ég held að það séu þessar frásagnir af því hvað Ameríka er og að landið hafi alltaf verið eyrnamerkt hvítum,“ segir Francesca Royster, prófessor í ensku- og þjóðernisfræði við DePaul-háskólann og höfundur bókarinnar Black Country Music: Listening for Revolutions.
„Kúrekinn hefur verið þessi hetjuímynd til að réttlæta útrás vestrænna ríkja og það virðist bara nauðsynlegt að gera þá ímynd hvíta, þótt það hafi alltaf verið svartir kúrekar líka.“
Í byrjun 19. aldar var einn af hverjum fjórum kúrekum svartur. Hestamennska var mikilvægur hluti af afrísk-ameríska samfélaginu langt fram á miðja 20. öld. Jafnvel rodeo steer-glíma, þar sem glímt er við naut þar til það fellur í jörðina, var fundið upp af svörtum kúreka, Bill Pickett.
Besta leiðin til að halda sögunum á lofti er einfaldlega að sækja Texas heim og dýfa sér í upplifunina sem varð m.a. til þess að Cowboy Carter-platan varð til.
Síðan 1957 hafa Praire View Trail Riders-samtökin farið með hópa eftir gönguleið frá Hempstead í Texas til Houston til að vera viðstaddir hina árlegu sýningu Houston Livestock Show and Rodeo. Sýningin, sem gestir geta notið frá Memorial Park í Houston, þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á sögu og áframhaldandi tilvist svartra kúreka.
Sýningin hýsir einnig Black Heritage day, sem er dagur arfleifðar afrísk-ameríska samfélagsins.