Alls hljóta 25 hljóðbækur tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna - Storytel Awards 2025.
Segir í tilkynningu að fimm hljóðbækur hafi verið tilnefndar í fimm flokkum:
Börn og ungmenni, glæpa-og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík og óskáldað efni.
Almenn netkosning fór fram dagana 22. janúar til 3. febrúar en þar gátu hlustendur kosið sinn eftirlætistitil úr 25 hljóðbókum í hverjum flokki.
Þá fara fimm efstu bækur hvers flokks úr netkosningu fyrir fagdómnefndir, sem velja að lokum sigurvegara og dómnefndir meta hljóðbækurnar sem heildstæð listaverk, þar sem vandaður lestur og framsögn bæta enn frekar við upplifunina.
Því eru það ekki aðeins höfundarnir sem eru verðlaunaðir heldur einnig lesararnir. Vinningshafar verða síðan kynntir þann 27. mars og fer verðlaunahátíðin, sem er árlegur viðburður, nú fram í sjötta sinn á Íslandi. Þar verður framúrskarandi og vinsælustu hljóðbókum síðasta árs fagnað.
Eftirfarandi höfundar og lesarar hljóta tilnefningar í ár:
Skáldsögur:
Bertelsen: Utan seilingar eftir Erlu Sesselju Jensdóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar og Þórunnar Ernu Clausen. Útgefandi er Storytel Original.
Lykillinn eftir Kathryn Hughes í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur, Davíðs Guðbrandssonar, Helgu E. Jónsdóttur, Svandísar Dóru Einarsdóttur og Margrétar Örnólfsdóttur, í þýðingu Ingunnar Snædal. Útgefandi er Storyside / Drápa.
Miðpunktur eftir Drífu Viðarsdóttur og Ernu Rós Kristinsdóttur í lestri Sveins Ólafs Gunnarssonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Útgefandi er Storyside.
Sálarangist eftir Steindór Ívarsson í lestri Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur, Guðmundar Ólafssonar og Kjartans Darra Kristjánssonar. Útgefandi er Storytel Original.
Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur í lestri Hildigunnar Þráinsdóttur. Útgefandi er Forlagið.
Glæpa- og spennusögur:
Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána í lestri Rúnars Freys Gíslasonar. Útgefandi er Sögur útgáfa.
Ég elska þig meira en salt eftir Sjöfn Asare í lestri Arnmundar Ernst Backman, Kötlu Njálsdóttur, Berglindar Öldu Ástþórsdóttur og Sólbjartar Sigurðardóttur. Útgefandi er Storytel Original.
Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur í lestri Anítu Briem og Berglindar Öldu Ástþórsdóttur. Útgefandi er Bjartur.
Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson í lestri Arnars Jónssonar, Kristbjargar Kjeld, Láru Sveinsdóttur, Haraldar Ara Stefánssonar, Elínar Sifjar Hall, Theu Snæfríðar Kristjánsdóttur og Álfrúnar Laufeyjardóttur. Útgefandi er Ragnar Jónasson.
Völundur eftir Steindór Ívarsson í lestri Davíðs Guðbrandssonar, Svandísar Dóru Einarsdóttur, Einars Aðalsteinssonar og Birnu Pétursdóttur. Útgefandi er Storytel Original.
Óskáldað efni:
Aftökur á Íslandi eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Sahara Rós Blandon í lestri Þóru Karítasar Árnadóttur, Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafs Egils Egilssonar. Útgefandi er Storytel Original.
Hjartarætur eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur í lestri Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur. Útgefandi er Storyside.
Frá Hollywood til heilunar eftir Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur og Jóhönnu Jónas í lestri þeirrar síðarnefndu. Útgefandi er Sögur útgáfa.
Hugrekki til að hafa áhrif eftir Höllu Tómasdóttur í lestri höfundar. Útgefandi er Salka.
Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy í lestri Birgittu Birgisdóttur og Sigríðar Dúu Goldsworthy. Útgefandi er Ugla.
Ljúflestur og rómantík:
Bústaðurinn við ströndina eftir Söruh Morgan í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur og í þýðingu Birgittu Elínar Hassell og Mörtu Hlínar Magnadóttur. Útgefandi er Björt bókaútgáfa.
Dætur regnbogans eftir Birgittu H. Halldórsdóttur í lestri Svandísar Dóru Einarsdóttur. Útgefandi er Storyside.
Sagan af Hertu 4 eftir Önnu Sundbeck Klav í lestri Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur og í þýðingu Nuanxed / Berglindar Þráinsdóttur. Útgefandi er Storytel Original.
Skuggar fortíðar eftir Torill Thorup í lestri Þórunnar Ernu Clausen og í þýðingu Nuanxed / Berglindar Þráinsdóttur. Útgefandi er Lind & Co.
Sólarsystirin eftir Lucindu Riley í lestri Margrétar Örnólfsdóttur og í þýðingu Valgerðar Bjarndóttur. Útgefandi er Benedikt bókaútgáfa.
Börn og ungmenni:
Bangsímon eftir Önnu Bergljótu Thorarensen í lestri Andreu Aspar Karlsdóttur, Stefáns Benedikts Vilhelmssonar, Önnu Bergljótar Thorarensen, Þórunnar Lárusdóttur, Sigsteins Sigurbergssonar og Sumarliða V. Snæland Ingimarssonar. Útgefandi er Leikhópurinn Lotta.
Bella gella krossari eftir Gunnar Helgason í lestri höfundar. Útgefandi er Forlagið.
Salka: Hrekkjavakan eftir Bjarna Fritzson í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Útgefandi er Storyside / Út fyrir kassann.
Stelpur stranglega bannaðar eftir Emblu Bachmann í lestri höfundar. Útgefandi er Bókabeitan.
Sveindís Jane - saga af stelpu í fótbolta eftir Sveindísi Jane Jónsdóttur í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Útgefandi er LOKI ehf.