Opnar sig um síðustu dagana með Liam Payne

Kate Cassidy og Liam Payne.
Kate Cassidy og Liam Payne. Ljósmynd/Instagram

Kate Cassidy, 25 ára kærasta hins látna tónlistarmanns Liam Payne, tjáir sig í fyrsta opinberlega um samband þeirra. Hún segir frá síðustu dögum hans í Argentínu og sorgarferlið sem fylgdi í kjölfar andláts hans. 

Payne, sem var 31 árs gamall og kunnur úr hljómsveitinni One Direction, lést í október 2024 þegar hann féll af svölum á hóteli í Buenos Aires.

Í viðtali við The Sun lýsir Cassidy yfir miklum stuðningi og væntumþykju í garð Payne. Parið kynntist árið 2022 á bar í Charleston í Suður-Karólínu. Hann var stjarna barnæsku hennar og því var það alger draumur að þau myndu kynnast.

„Ég hef elskað hann síðan ég var tíu ára. Ég held við höfum einfaldlega átt að mætast.“

Fór frá Argentínu vegna skuldbindinga

Cassidy segir að þau hafi varið síðustu tveimur vikunum fyrir andlát Payne saman í Buenos Aires. Það hafi verið tveimur vikum lengur en þau hafi búist við. Hún snéri aftur til Flórída fjórum dögum fyrir andlátið til þess að gæta hundsins Nola. 

„Okkur datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt myndi gerast,“ sagði Cassidy. 

„Við vorum bæði í góðu jafnvægi, hamingjusöm og full af ást. Ef ég hefði getað séð fram í tímann hefði ég aldrei yfirgefið Argentínu.“

Ljósmynd/Instagram

Hélt fyrst að þetta væri orðrómur

Cassidy segist hafa verið á heimili þeirra í Flórída þegar hún fékk símtal frá vini Payne um að hann væri dáinn. Hún trúði þessu ekki og hélt að um sögusagnir væri að ræða. 

„Ég hélt að einhver væri að búa þetta til bara til að fá athygli á netinu. Svo fékk ég þá hræðilegu tilfinningu í magann og áttaði mig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst.“

Payne var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir fallið en fimm manns hafa nú verið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í tengsl­um við málið. Jarðarförin fór fram í nóvember í fyrra. 

Vegur enn þungt

Cassidy segir að andlátið taki á hana og það líði ekki sekúnda án þess að hún hugsi til hans. Hún flutti af heimili þeirra í Flórída yfir til New Jersey til að byrja upp á nýtt. Hún segist eiga erfitt með að sætta sig við að hann sé ekki lengur til staðar. 

„Ég reyni að gera mitt besta, en líf mitt hefur breyst svo mikið. Stundum hringi ég enn í símann hans bara til að heyra upptökuna í símsvaranum – það gefur mér smá frið að heyra röddina hans.“

Cassidy og Payne ætluðu að gifta sig. 

„Ég mun ávallt elska hann og mun halda minningu hans á lofti.“

Cassify deildi fallegri færslu á  Instagram þar sem hún deildi myndum af þeim og lét falleg orð falla. 

View this post on Instagram

A post shared by Kate Cassidy (@kateecass)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney