Bara við fjórir að dúndra eitthvað

ADHD: Óskar, Tómas, Magnús og Ómar.
ADHD: Óskar, Tómas, Magnús og Ómar. Ljósmynd/Spessi

Útgáfutónleikar djasshljómsveitarinnar ADHD fara fram á Bird í Naustunum í Reykjavík í kvöld, laugardagskvöld, en níunda plata þeirra félaga kom út seint á síðasta ári. Ber hún einfaldlega heitið ADHD9 en hinar átta fyrri voru einnig tölusettar. Engin ástæða til að flækja málið.

Aðild að bandinu eiga bræðurnir Óskar saxófónleikari og Ómar gítarleikari Guðjónssynir, Tómas Jónsson píanóleikari og Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari. 

Spurður hvort menn séu á svipuðum slóðum og áður á nýju plötunni eða hvort um straumhvörf af einhverju tagi sé að ræða svarar Magnús: „Ég geri mér aldrei grein fyrir því á hvaða slóðum við erum, þetta erum bara við fjórir að dúndra eitthvað. Það sem einkennir þessa plötu meðal annars eru fallegar ryþmískar pælingar hjá okkur öllum.“

Platan var tekin upp í Castle Studios, rétt fyrir utan Dresden í Þýskalandi. „Þetta er mjög skemmtilegur staður. Stúdíóið er í gömlu útihúsi en við gistum í kastala sem er eins konar listamannakommúna. Kunningi okkar, Tommy Baldu trommuleikari, benti okkur á þetta. Ívar Ragnarsson, hljóðmaður og hljóðtæknir, flaug með okkur utan.“

Að mestu leyti tekið upp „live“

– Þið takið yfirleitt upp „live“, er það ekki?

„Jú, að mestu leyti. Í grunninn er þetta live. Það er partur af konseptinu kringum bandið. Það sem var öðruvísi núna er að við vorum búnir að spila sumt af efninu á tónleikum áður en við fórum í stúdíóið.“

Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari.
Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari. Mbl.is/Eyþór Árnason

ADHD9 er fyrsta plata bandsins sem kemur út hjá þýsku útgáfunni Enja – Yellowbird. „Það er voða þægilegt, þýska útgáfan sér um allt, nema hvað við önnumst sjálfir dreifinguna hérna heima. Njótum raunar góðrar aðstoðar frá umboðsmanni okkar, Sveini Snorra Sverrissyni.“

ADHD túraði í tíu daga í Evrópu síðasta haust og fram undan eru tónleikaferðalög í mars og október, jafnvel líka í sumar. Sviss og Þýskaland eru á dagskrá í vor en í haust verður farið mun víðar. Spurður um tónleikahald hér heima segir Magnús það ekki liggja fyrir en vonandi verði ADHD eitthvað á faraldsfæti í vor eða sumar. „Okkur langar að gera meira af því að spila hér heima, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.“

Nánar er rætt við Magnús um ADHD og sitthvað fleira í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka