Kendrick Lamar negldi það

Kendrick Lamar á sviði í hálfleikssýningu Apple Music Super Bowl …
Kendrick Lamar á sviði í hálfleikssýningu Apple Music Super Bowl LIX á Caesars Superdome í New Orleans, Louisiana, í gær. GREGORY SHAMUS/AFP

Rapparinn Kendrick Lamar skemmti áhorfendum í hálfleik Ofurskálarinnar á Caesars Superdome-leikvanginum, í New Orleans, Louisiana, í gærkvöldi og hafa helstu miðlar gefið ansi góða umsögn um frammistöðu hans á sviðinu.

Lamar hefur heldur betur klifið upp stigann og ýmsa fjöruna sopið, frá því að alast upp í Compton í Los Angeles til þess að vinna til Pulitzer-verðlaunanna, árið 2018, fyrir plötu sína Damn sem kom út 2017. Hann er fyrsti rapparinn til að vinna til verðlaunanna.

Rapparinn vann til Grammy-verðlauna í byrjun febrúar m.a. fyrir lag sitt Not Like Us en á sama tíma lögsækir rapparinn Drake útgáfufyrirtækið Universal Music vegna lagsins. Lamar hefur verið tilnefndur 57 sinnum til Grammy og hlotið 22 Grammy-verðlaun.

Stóra spurningin fyrir atriði Lamars var hvort hann tæki lagið …
Stóra spurningin fyrir atriði Lamars var hvort hann tæki lagið Not Like Us, sem hann gerði, án þess þó að nafngreina Drake í laginu. TIMOTHY A. CLARY / AFP

Af götunum í Compton

Til að skilja leið Lamars fer BBC í gegnum uppruna listamannsins, í Compton, þar sem götuerjur gengjanna Bloods og Crips voru daglegt brauð. Ein af fyrstu minningum rapparans eru af Watts-óeirðunum árið 1992 sem brutust út eftir að lögreglumenn úr lögreglunni í Los Angeles gengu illa í skrokk á Rodney King og í kjölfar réttarhaldanna sem leiddu ekki til sakfellingar lögreglumannanna.

„Það var reykur alls staðar og pabbi minn var með fullt af stolnum bílfelgum [sem hann hafði rænt] í aftursætinu sem hann hafði tekið úr Compton Swap Meet,“ sagði Lamar í viðtali við Signed Media. „Pabbi og frændur mínir tóku allir þátt í Watts-óeirðunum. LA er mjög viðkvæm og stolt af fólkinu sínu. Við bókstaflega brenndum niður gömlu hverfin okkar vegna reiði yfir Rodney King-málinu.“

Lamar vakti fyrst athygli í rappheiminum 2011 og var því fylgt eftir með fyrstu breiðskífunni good kid, m.A.A.d city, sem kom út árið 2012.

Kendrick Lamar hefur fengið fjórar stjörnur af fimm fyrir frammistöðuna …
Kendrick Lamar hefur fengið fjórar stjörnur af fimm fyrir frammistöðuna í hálfleik Ofurskálarinnar. GREGORY SHAMUS/AFP

NFL-deildin vildi bæta ímyndina

Seb Joseph, markaðssérfræðingur og ritstjóri hjá Digiday, telur að ákvörðun NFL um að fá Lamar til að skemmta í hálfleik eigi að endurspegla nýtt gildi vörumerkisins, sem hefur þolað ásakanir um kynþáttafordóma í fortíðinni.

Þá segir Joseph: „Ef fyrri flytjendur á Ofurskálinni, eins og Prince, Beyoncé og Madonna, voru holdgervingar poppsins, þá táknar Kendrick Lamar það andstæða: Menningarlegt þyngdarafl.“

Listamenn sem skemmta í hálfleik Ofurskálarinnar fá ekki greitt fyrir að koma fram. Hins vegar eru allar líkur á að atriðið leiði til aukins streymis á lögum listamannanna, aukningu í sölu platna og vörumerkjasamninga. Þá er atriði söngkonunnar Rihönnu árið 2023 tekið sem dæmi en hálfleikssýningin varð til þess að streymi á lögum hennar jókst um 640% og snyrtivörumerkið, Fenty Beauty, halaði inn fimm milljónum dala í auglýsingatekjur.

Stóra spurningin fyrir atriði Lamars var hvort hann myndi taka lagið umdeilda Not Like US, sem hann og gerði, en hann sleppti því þó að nafngreina Drake á sviðinu, enda þarf ekki annað en að hlusta á lagið á Spotify til að heyra um hvern hann rappar.

Kendrick Lamar hefur heldur betur klifið upp stigann.
Kendrick Lamar hefur heldur betur klifið upp stigann. JAMIE SQUIRE/AFP
Fleiri listamenn stigu á stokk með Kendrick Lamar í gær, …
Fleiri listamenn stigu á stokk með Kendrick Lamar í gær, þ.á.m SZA. JAMIE SQUIRE/AFP
Atriðin í hálfleik Ofurskálarinnar eru þekkt fyrir að vera stórfengleg …
Atriðin í hálfleik Ofurskálarinnar eru þekkt fyrir að vera stórfengleg og yfirleitt eru miklar spekúlasjónir um þau bæði fyrir og eftir leik. PATRICK SMITH/AFP

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney