Ofurmamman, fyrirsætan og rithöfundurinn, Chrissy Teigen, hefur þurft að verjast athugasemdum fylgjenda sinna á Instagram eftir að hún póstaði mynd á laugardag, af sér með börnunum sínum í baði.
Það er ekkert nýtt af nálinni að fyrirsætan gefi fylgjendum sínum, alls 41,8 milljónum, innsýn í fjölskyldulífið og ekki í fyrsta skipti sem hún deilir mynd af sér í baði. Hins vegar hefur hún ekki áður deilt mynd af sér í kókosbaði með krökkunum, Wren, sem er 18 mánaða, Esti, tveggja ára, og Miles, sex ára.
Elsta dóttir hennar og söngvarans, John Legnend, hin átta ára Luna Simone, var ekki á myndinni.
Við myndabunkann sem Teigen setti inn fylgir fyrirsögnin „BAHHHHHHHHHHH“. Fylgjendum hennar, sem hafa iðulega mjög gaman af hve opin Teigen er varðandi fjölskyldulífið, virðist fremur ofboðið vegna baðmyndarinnar.
Athugasemdirnar gefa til kynna að fólki finnist þetta skrýtið, börnin vera of gömul og þá helst að slík mynd eigi heima í fjölskyldualbúmi en ekki á alnetinu.