Elon Musk búinn að loka á Kanye West

Stál í stál.
Stál í stál. Samsett mynd/Frazer Harrison/ANGELA WEISS/AFP

Ríkasti maður heims, eigandi samfélagsmiðilsins X og Teslu og sérstakur ríkisstarfsmaður Trumps, hefur lokað reikningi rapparans Kanye West á X með orðunum að almenningur „muni ekki lengur sjá“ tístin frá West.

Lokunin á reikningi West kemur í kjölfarið á þriggja daga argaþrasi, þar sem rapparinn hefur viðhaft gyðinga- og kvenhatur auk kynþáttafordóma á samfélagsmiðlinum. Þá hafði rapparinn einnig þakkað Musk fyrir að „leyfa sér að fá útrás“.

West skaut m.a. á keppinaut sinn til margra ára, Taylor Swift, á meðan á Ofurskálinni stóð ásamt því að henda í gyðingahatur. 

Þá vísaði West einnig í vaxandi spennu milli hans og Musks er hann svaraði notanda sem hafði kallað Musk nasista: „Fyrst mér verður sparkað fljótlega af Twitter. Allir eru nasistar þar til alvöru nasisti mætir á svæðið.“

Fáfróð skrif

Musk, sem er sjálfur þekktur fyrir orðagjálfur, staðfesti að reikningi West hefði verið lokað með orðunum: „Í ljósi þess sem hann [West] hefur póstað, flokkast reikningur hans nú sem „NSFW“. Þið ættuð ekki að þurfa að sjá meira af þessu.“ 

„NSFW“ er skammstöfun fyrir „Not Safe For Work“ og vísar til þess efnis sem sett er út opinberlega og talið er að innihaldi óviðeigandi skilaboð.

Á sunnudag lagði West áherslu á að hann væri á góðum andlegum stað og að mjög svo umdeild skrif hans hafi skilið hann eftir með frið í hjarta, eftir að hann fékk útrás. Skrifin hafa verið dæmd rasísk, kynferðisleg, kvenfjandsamleg og sögð einkennast af fáfræði af öðrum á samfélagsmiðlum og af mörgum nafntoguðum einstaklingum. 

Talsmaður West sagði við Daily Mail að hann hefði sjálfur gert reikninginn sinn óvirkan en ekki verið bannaður. 

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney