„Ég gæti verið undrandi“

Leikarinn Patrick Schwarzenegger (t.h.) með föður sínum Arnold Schwarzenegger þegar …
Leikarinn Patrick Schwarzenegger (t.h.) með föður sínum Arnold Schwarzenegger þegar þeir mættu á frumsýningu þriðju þáttaraðar White Lotus, sem framleiddir eru fyrir HBO, á mánudag. Chris DELMAS / AFP

Arnold Schw­arzenegger ataðist aðeins í syni sín­um, leik­ar­an­um Pat­rick Schw­arzenegger, á for­sýn­ingu þriðju þátt­araðar White Lot­us. Stríðni föður­ins snýr að nekt­ar­senu son­ar­ins í þátt­un­um. 

„Hví­lík sýn­ing,“ skrifaði Arnold í færslu á In­sta­gram við mynd af syni sín­um. „Ég gæti verið undr­andi á að hann skyldi vera í nekt­ar­senu, en hvað get ég sagt – sjald­an fell­ur eplið langt frá eik­inni.“

Þá hvatti Arnold fylgj­end­ur sína til að fylgj­ast með þætt­in­um kom­andi sunnu­dags­kvöld.

Leik­ar­inn og stór­mennið Arnold, sem er fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Kali­forn­íu, sat nak­inn fyr­ir á mynd­um árið 1970, sem voru birt­ar í Spy Magaz­ine í mars 1992. Þrátt fyr­ir viðbrögð al­menn­ings stóð kapp­inn við að láta taka nekt­ar­mynd af sér í viðtali við Opruh Win­frey, síðar sama ár.

Þá var Arnold einnig klæðalít­ill í sen­um Term­inator (1984) og Term­inator 2: Judgement Day (1991).

Pat­rick svaraði In­sta­gram-færslu föður síns á sam­fé­lags­miðlin­um X með orðinu „for­eldr­ar“ og tveim­ur köll­um (emoj­is) sem fela and­litið í hönd­um sér. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver