Norah Jones á leið til Íslands

Norah Jones, hinn margfaldi Grammy-verðlaunahafi, er væntanleg til landsins í …
Norah Jones, hinn margfaldi Grammy-verðlaunahafi, er væntanleg til landsins í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Söng­kon­an, laga­höf­und­ur­inn, pí­anó­leik­ar­inn og hinn marg­faldi Grammy-verðlauna­hafi Norah Jo­nes er á leið til lands­ins í sum­ar og mun halda stór­tón­leika í Eld­borg­ar­sal Hörpu, fimmtu­dag­inn 3. júlí, en miðasala hefst föstu­dag­inn 21. fe­brú­ar.

Á eina sölu­hæstu plötu allra tíma

Norah Jo­nes steig fyrst fram á sjón­ar­sviðið þegar hún gaf út plöt­una Come Away With Me árið 2002, sem hún lýsti sjálf sem lít­illi og nota­legri plötu.

„Hún vann hug og hjörtu heims­ins með sinni ein­stöku rödd og fékk meðal ann­ars Grammy-verðlaun árið 2003 fyr­ir bestu plötu árs­ins, Grammy-verðlaun fyr­ir lag árs­ins og eins verðlaun sem Besti nýi listamaður­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar kem­ur jafn­framt fram að Come away With Me hafi selst í tæp­um 30 millj­ón­um ein­taka og sé ein sölu­hæsta plata allra tíma.

Marg­fald­ur Grammy-verðlauna­hafi

Síðan þá hef­ur Norah Jo­nes unnið tíu Grammy-verðlaun, nú síðast fyr­ir nýju plöt­una Visi­ons, og verið til­nefnd 20 sinn­um. Þá hef­ur hún selt meira en 53 millj­ón­ir platna og hef­ur lög­um henn­ar verið streymt alls tíu millj­arða sinn­um um heim all­an.

Jo­nes hef­ur gefið út fjöld­ann all­an af vin­sæl­um sóló­plöt­um. Má þar nefna Feels Like Home (2004), Not Too Late (2007), The Fall (2009), Little Broken Hearts (2012), Day Breaks (2016), Pick Me Up Off The Floor (2020), tón­leika­út­gáf­una Til We Meet Again (2021), jóla­plöt­una I Dream Of Christ­mas (2021) og Visi­ons (2024).

Árið 2022 stofnaði Jo­nes sitt eigið hlaðvarp, Norah Jo­nes Is Play­ing Along, þar sem hún spjall­ar við upp­á­halds­tón­list­ar­menn sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka