Plaza sást opinberlega í fyrsta sinn

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza.
Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Aubrey Plaza, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sitt í gam­anþáttaröðinni Parks and Recreati­on, kom í fyrsta sinn fram op­in­ber­lega á sunnu­dag eft­ir að eig­inmaður henn­ar, leik­stjór­inn Jeff Baena, fannst lát­inn á heim­ili þeirra þann 3. janú­ar síðastliðinn.

Leik­kon­an var ein fjöl­margra Hollywood-stjarna sem fögnuðu hálfr­ar ald­ar af­mæli gam­anþátt­ar­ins Sat­ur­day Nig­ht Live í New York í gær­dag og fékk hún það verk­efni að kynna söng­kon­urn­ar Miley Cyr­us og Britt­any How­ard á svið.

Plaza, sem stýrði þætt­in­um í árs­byrj­un 2023, lét lítið fyr­ir sér fara og kaus að ganga ekki rauða dreg­il­inn ásamt öðrum gest­um kvölds­ins.

Baena, sem var 47 ára gam­all og þekkt­ur fyr­ir kvik­mynd­ir á borð við Hor­se Girl, The Little Hours og Life Af­ter Beth, féll fyr­ir eig­in hendi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka