Laufey valin ein af konum ársins hjá tímaritinu Time

Tónlistarkonan Laufey Lín var valin ein af konum ársins hjá …
Tónlistarkonan Laufey Lín var valin ein af konum ársins hjá TIME.

Tíma­ritið Time hef­ur ný­lega til­kynnt val sitt á kon­um árs­ins, og þar á meðal er tón­list­ar­kon­an og laga­höf­und­ur­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir.

Í um­sögn Time er lögð áhersla á það hvernig hún bland­ar sam­an ólík­um tón­list­ar­stefn­um og hvernig hún bland­ar sam­an djass­tónlist og klass­ík við nú­tíma­popp og set­ur tónlist í nýj­an bún­ing sem heill­ar ungt tón­listaráhuga­fólk.

Hugs­an­lega eini tón­list­armaður­inn sem fær aðdá­end­ur til að end­ur­taka djass-skaut­sóló­in

Lauf­ey, sem er aðeins 25 ára göm­ul, er skær­asta stjarna Íslands á sviði tón­list­ar. Hún sæk­ir inn­blást­ur í goðsagna­kennd djass- og klass­ísk verk, og ber þá að nefna lista­menn eins og Ella Fitz­ger­ald og Schubert, auk þess sem hún kveðst heilluð af laga­brúm Tayl­or Swift.

Hún hef­ur hlotið lof fyr­ir fram­göngu sína ásamt sin­fón­íu­hljóm­sveit­um, en einnig hef­ur hún náð til fjölda ungra aðdá­enda í gegn­um sam­fé­lags­miðil­inn TikT­ok.

Í um­fjöll­un Time er bent á að Lauf­ey sé hugs­an­lega eini tón­list­armaður­inn í heim­in­um sem fær aðdá­end­ur til að end­ur­taka djass-skaut­sóló­in sín ná­kvæm­lega – jafn­vel á stór­um tón­leik­um.

Fer nýja leið

Sjálf seg­ist Lauf­ey áður hafa verið hrædd við að feta nýj­ar slóðir í tón­list­inni, enda hafi hún ekki séð aðra fara sömu leið.

 „Ég hugsaði lengi að það væri ógn­vekj­andi að eng­inn hefði gengið þessa slóð á und­an mér,“ seg­ir hún í viðtal­inu við Time. „En nú hef ég áttað mig á því að þegar þú ert sá sem ræður för og vel­ur hvaða hindr­an­ir á að færa úr vegi, þá ertu með eitt­hvað virki­lega gott í hönd­un­um.“ 

Lauf­ey er nú stödd í New York þar sem hún vinn­ur að sinni þriðju breiðskífu og er ljóst að tónlist henn­ar held­ur áfram að hrífa tón­list­ar­unn­end­ur út um all­an heim.

In­sta­gram-færsla frá Time má finna hér að neðan:

View this post on In­sta­gram

A post shared by TIME (@time)

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka