Mætti með son sinn upp á arminn

Mæðginin tóku sig vel út á rauða dreglinum.
Mæðginin tóku sig vel út á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Stór­stjörn­ur í Hollywood skörtuðu sínu feg­ursta á rauða dregl­in­um, sem var að vísu blár á lit­inn, í gær­kvöldi þegar hin ár­legu Screen Actors Guild-verðlaun­in voru veitt við hátíðlega at­höfn í Los Ang­eles.

Stór­leik­kon­an Jodie Foster, sem var til­nefnd fyr­ir leik sinn í spennuþáttaröðinni True Detecti­ve: Nig­ht Coun­try, vakti mikla at­hygli á dregl­in­um.

Jodie mætti ásamt elsta syni sín­um, hinum 26 ára gamla Char­les Bern­ard Foster, sem er ann­ar tveggja sona sem hún á með fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni, kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Cyd­ney Bern­ard.

Glæsileg.
Glæsi­leg. Ljós­mynd/​AFP

Mæðgin­in voru einkar glæsi­leg til fara og brostu út að eyr­um er þau stilltu sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara.

Char­les, sem vill ólm­ur fylgja í fót­spor móður sinn­ar og ger­ast leik­ari, klædd­ist hvítri skyrtu, smók­ing og toppaði út­litið með svartri þvers­laufu um háls­inn og rauð-app­el­sínu­gul­um augnskugga. Leik­kon­an var gull­fal­leg við hlið son­ar síns í vín­rauðum síðkjól og með slegið hárið.

Jodie, sem hef­ur hlotið fjöld­ann all­an af verðlaun­um fyr­ir hlut­verk sitt í spennuþáttaröðinni, nú síðast á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni í janú­ar, laut í lægra haldi fyr­ir ensku leik­kon­unni Jessicu Gunn­ing sem sigraði fyr­ir leik sinn í smáþáttaröðinni Baby Reindeer.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka