Söngvakeppnin: Svona skiptust atkvæðin

Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir …
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir kepptu með laginu RÓA Ljósmynd/Aðsend

Lagið RÓA bar sig­ur úr být­um á úr­slita­kvöldi Söngv­akeppn­inn­ar 2025 sem fram fór í beinni út­send­ingu á RÚV síðasta laug­ar­dags­kvöld. Lagið, sem er eft­ir þá Matth­ías Davíð Matth­ías­son, Hálf­dán Helga Matth­ías­son, Inga Þór Garðars­son og Gunn­ar Björn Gunn­ars­son, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dóm­nefnd og í síma­kosn­ingu al­menn­ings. Lagið fékk einnig flest síma­at­kvæði í undanúr­slit­um.

Söngv­akeppn­in fór fram á þrem­ur kvöld­um. Fyrri tvö laug­ar­dags­kvöld­in kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegn­um síma­kosn­ingu al­menn­ings. Sex lög kepptu svo til úr­slita þann 22. fe­brú­ar síðastliðinn en þá hafði alþjóðleg dóm­nefnd sjö landa helm­ings­vægi á móti síma­kosn­ingu.

Svona skipt­ust at­kvæðin:

Fyrri undanúr­slit 8. fe­brú­ar - Síma­kosn­ing al­menn­ings

  1. RÓA - VÆB: 12.649 at­kvæði (30,40%)
  2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 at­kvæði (24,20%)
  3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 at­kvæði (21,28%)
  4. Ég flýg í storm­inn: Birgo: 5.089 at­kvæði (12,23%)
  5. Norður­ljós - BIA: 4.945 at­kvæði (11,89%)

Lög­in RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust áfram í úr­slit. 

Seinni undanúr­slit 15. fe­brú­ar - Síma­kosn­ing al­menn­ings

  1. Þrá - Tinna: 9.846 at­kvæði (23,30%)
  2. Eld­ur - Júlí og Dísa: 9.469 at­kvæði (22,41%)
  3. Aðeins leng­ur - Bjarni Ara­son: 9.323 at­kvæði (22,06%)
  4. Flugdrek­ar - Dag­ur Sig: 7.400 at­kvæði (17,51%)
  5. Rís­um upp - Bára Katrín: 6.218 at­kvæði (14,72%)

Lög­in Þrá, Eld­ur og Aðeins leng­ur komust þá áfram í úr­slit.

Úrslit Söngv­akeppn­inn­ar 22. fe­brú­ar - At­kvæði dóm­nefnd­ar

Á úr­slita­kvöld­inu hafði alþjóðleg dóm­nefnd, skipuð full­trú­um sjö landa, helm­ings­vægi á við at­kvæði al­menn­ings. Hvert land gaf lög­un­um 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. 

  1. RÓA - VÆB: 74 stig
  2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig
  3. Set Me Free - Stebbi JAK: 57 sig
  4. Words - Tinna: 53 stig
  5. Like You - Ágúst: 45 stig
  6. Aðeins leng­ur - Bjarni Ara­son: 44 stig

Úrslit Söngv­akeppn­inn­ar 22. fe­brú­ar - Síma­kosn­ing al­menn­ings

Sím­at­kvæði al­menn­ings á úr­slita­kvöld­inu voru sam­tals 131.956 og voru þau at­kvæði reiknuð í stiga­fjölda út frá heild­arstiga­fjölda dóm­nefnd­ar. Al­menn­ing­ur gat kosið með því að hringja eða senda smá­skila­boð í núm­er viðkom­andi lags og í gegn­um appið RÚV Stjörn­ur. 

  1. RÓA - VÆB: 36.535 at­kvæði (27,7%) - 93 stig
  2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 at­kvæði (25,2%) - 85 stig
  3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 at­kvæði (22,0%) - 74 stig
  4. Aðeins leng­ur - Bjarni Ara­son: 15.266 at­kvæði (11,6%) - 39 stig
  5. Like You - Ágúst: 9.104 at­kvæði (6,9%) - 23 stig
  6. Words - Tinna: 8.839 at­kvæði (6,7%) - 22 stig

Þegar at­kvæði dóm­nefnd­ar og al­menn­ings voru lögð sam­an lágu úr­slit­in fyr­ir.

Loka­úr­slit Söngv­akeppn­inn­ar 22. fe­brú­ar - Dóm­nefnd og síma­kosn­ing

  1. RÓA - VÆB: 167 stig
  2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig
  3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig
  4. Aðeins leng­ur - Bjarni Ara­son:83 stig
  5. Words - Tinna: 75 stig
  6. Like You - Ágúst: 68 stig. 

Lagið RÓA, í flutn­ingi VÆB, verður því fram­lag Íslands í Eurovisi­on sem hald­in verður í Basel í
Sviss í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell