Hver var undir skikkjunni?

Klæðnaður Censori á Grammy-verðlaunahátíðinni olli miklu fjaðrafoki.
Klæðnaður Censori á Grammy-verðlaunahátíðinni olli miklu fjaðrafoki. AFP/Frazer Garrison

Bianca Censori, eig­in­kona rapp­ar­ans og at­hafna­manns­ins Kanye West, klædd­ist efn­is­meiri flík, ef flík má kalla, þegar hún mætti ásamt eig­in­manni sín­um á frum­sýn­ingu nýrr­ar kvik­mynd­ar, sem skart­ar Censori í aðal­hlut­verki.

Censori, sem er þekkt fyr­ir að skilja lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið, huldi lík­ama sinn og and­lit, er hjón­in gengu hönd í hönd inn í iðnaðar­hús­næði í Los Ang­eles á laug­ar­dags­kvöldið.

Ástr­alska fyr­ir­sæt­an, sem er einnig menntaður arki­tekt, klædd­ist síðri svartri skikkju og faldi and­lit sitt þegar ljós­mynd­ar­ar smelltu af þeim mynd.

Hjón­in eru sögð hafa hagað sér und­ar­lega á frum­sýn­ing­unni, en þau sátu langt frá frum­sýn­ing­ar­gest­um, um­kringd ör­ygg­is­vörðum, og Censori faldi sig und­ir skikkj­unni allt kvöldið. 

Var þetta hún?

Get­gát­ur hafa verið uppi um hvort að West hafi fengið aðra konu til að fylgja sér á frum­sýn­ing­una til að þagga niður í há­vær­um skilnaðarorðrómi, en í síðustu viku var greint frá því að West og Censori hefðu ákveðið að fara hvor í sína átt­ina eft­ir ansi storma­samt sam­band.

View this post on In­sta­gram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell